Vinningshafi hjá Gallup

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Heppinn félagsmaður sem tók þátt í Gallup könnun Stéttarfélags Vesturlands og Verkalýðsfélagsins Hlífar  var Ísgeir Aron Hauksson. Hann hlaut kr. 50.000 í vinning og fékk hann greiddan 22.desember. Ísgeir sagði þetta frábærar fréttir. Þess má geta að Ísgeir starfar hjá PJ byggingum á Hvanneyri. Félagið þakkar honum fyrir þátttökuna og vonast til þess að vinningurinn nýtist vel.

Afgreiðslutími milli jóla og nýjars

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Síðasti afgreiðsludagur fyrir áramót úr sjúkrasjóði og menntasjóðum verður fimmtudaginn 30.desember og því þarf að vera búið að skila gögnum í síðasta lagi 28.desember til að fá afgreitt á þessu ári.  Næsta afgreiðsla úr sjúkra og menntasjóðum verður 14.janúar 2022 Skrifstofan verður opin sem hér segir 24.desember lokað  25.desember lokað 26.desember lokað  27.desember lokað 28.- 30.desember opið 8:00-16:00  …

Endurgreiðsluhlutfall styrkja allt að 90% til 1. maí 2022

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga með lokadagsetningu 31. desember 2021. Stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að halda áfram með allt að 90% endurgreiðsluhlutfall til 1. maí 2022 og verður …

Afgreiðslur úr sjóðum í desember

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Styrkir úr Sjúkrasjóði Stéttarfélags Vesturlands og fræslusjóðum í desember verða greiddir 3. des. 17. des og 30. desember. Umsóknir og gögn þurfa að berast 2 dögum fyrir afgreiðsludag. Umsóknir um styrki sem berast eftir 28. desember verða greiddir út 14. janúar og færast á árið 2022. Við minnum á að margar styrkupphæðir endurnýjast um áramót. Dagpeningar vegna desember verða greiddir …

Lentir þú í úrtaki? Ertu búin(n) að svara?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við minnum þá félagsmenn sem hafa fengið sendan hlekk á könnun frá Gallup um að svara hið fyrsta. Könnunin sem er unnin í samvinnu Verkalýðsfélagsins Hlífar og Stéttarfélags Vesturlands er um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna. Með þátttöku í könnuninni lenda félagsmenn sjálfkrafa í happdrættispotti. Sumir vinningar skila sér strax, eftir að spurningunum hefur verið svarað, en …

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?  

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands skipar trúnaðarmenn á vinnustöðum að ósk viðkomandi starfsfólks. Trúnaðarmenn eru skipaðir til tvegga ára hið mesta. Ef þeir gefa kost á sér áfram eru þeir endurskipaðir án kosningar ef enginn býður sig fram á móti þeim. Starf trúnaðarmannsins er mjög mikilvægt, bæði fyrir starfsfólkið og ekki síður fyrir viðkomandi vinnustaði. Þeir leysa oft úr ágreiningi og misskilningi, sem …

Haust í orlofshúsum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Við vekjum athygli ykkar á því að búið er að opna fyrir nóvember og desember í orlofhúsum okkar og margar helgar lausar. Sem dæmi má nefna er næsta helgi er laus í nýuppgerðri íbúð okkar í Reykjavík 🙂 Þá er núna leyfilegt að taka gæludýr með sér í Kiðárskóg 1

Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands – opinn fundur trúnaðarráðs

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands athugið Opinn fundur trúnaðarráðs verður haldinn kl. 20:00 miðvikudaginn 29. september í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Fundarefni: Kjör 3ja manna uppstillingarnefndar samkvæmt félagslögum Kjör fulltrúa á rafrænt þing LÍV, 32. Þing haldið 14. okt. Staða kjarasamninga Önnur mál Formaður

Breytt verð, bætt þjónusta en verri almenn umgengni

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Umsjónarmenn sumarbústaða félagsins segja að á haustin þegar félögin hætta að hafa vikuleigu sem skilyrði, þá versni umgengnin. Við viljum hvetja félagsmenn okkar til að ganga vel um sumarhúsin, sem eru okkar sameign. Félagsmaður sem dvelur helgi í bústað eða t.d. þrjá daga í miðri viku þarf jafnt að skúra, skrúbba og sá sem dvaldi í viku. Umsjónarmenn hafa þá …