Símenntunarmiðstöð Vesturlands

 

Stéttarfélag Vesturlands er aðili að Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem var stofnuð í febrúar árið 1999.

 

Markmiðið með stofnun og rekstri Símenntunarmiðstöðvarinnar er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag, með endur- og símenntun sem taki mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Í því sambandi er miðstöðinni sérstaklega ætlað að að huga að þörfum íbúa á Vesturlandi.


 

Hlutverk miðstöðvarinnar er að auka þekkingu og stuðla að bættum búsetuskilyrðum á Vesturlandi með því að greina og svara menntunarþörf og hvetja til símenntunar í samvinnu við atvinnulíf og íbúa svæðisins.

 

Í framtíðarsýn Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands segir:

  • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er miðja í þróun og miðlun þekkingar fullorðinna á svæðinu og fyrsti kostur íbúa og atvinnulífs í öflun hennar
  • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi tengir saman þá sem vinna að miðlun og öflun þekkingar fullorðinna á svæðinu.