Fjórða þing Starfsgreinasambands Íslands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fjórða þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk rétt eftir hádegi sl. föstudag á Akureyri. Samþykktar voru fjórar ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál, kjaramál og ríkisfjármál. Að auki var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt og fræðslustefna Starfsgreinasambands Íslands. Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður.


Miðstjórn sambandsins er óbreytt en í henni sitja Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Signý Jóhannesdóttir (Stéttarfélag Vesturlands) og Sigurður Bessason (Efling stéttarfélag).

Þingið var haldið undir yfirskriftinni Samstaða og Samvinna og var það mál fólks að sá hafi verið andinn á þinginu. Næstu verkefni eru kjarasamningar en SGS fer með umboð sextán aðildarfélaga sinna í viðræðunum.


Sjá ályktanir þingsins hér

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei