Félagsfundur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi miðvikudaginn 11.des kl 19:00

Dagskrá

  1. Breytingar á 20.gr laga félagsins
  2. önnur mál

Fundinum lýkur með borðhaldi 

Opinn fundur trúnaðarráðs hefst kl 20:00

Dagskrá:

  1. Kosning þriggja manna uppstillingarnefndar
  2. Bótareglur sjúkrasjóðs – breyttar fjárhæðir
  3.  Húsnæði félagsins, tillaga að breytingum
  4.  Staðan í þeim kjaraviðræðum sem ólokið er
  5. Önnur mál

Félagar sýnum samstöðu og tökum þátt í störfum félagsins!

 

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands 30. apríl sl. voru gerðar breytingar á lögum félagsins. Í 20. grein er fjallað um stjórnarkjör. Lögmaður ASÍ og laganefnd hafa gert athugasemdir við orðalag og hefur lögmaðurinn komið með tillögu að skýrara orðalagi. Hér á síðunni er breytingin eins og hún var samþykkt sl. vor og er feitletrað í ramma það sem lögmaðurinn leggur til að felt verði út, þ.e. 6. málsgrein. Hann leggur síðan til þetta orðalag hér sem er þá breyting á 6. málsgrein og síðan ný 8. málsgrein. Báðar greinarnar eru í ramma í textanum og breytingarnar eru rauðar.

Til að lagabreytingar öðlist gildi þá þurf 2/3 hlutar greiddra atkvæða að vera meðmælt tillögunni og síðan þarf laganefnd og miðstjórn ASÍ að staðfesta breytingarnar.

20.gr.6 málsgrein dregin til baka

Breytingar á 6. og 8. málsgr.20 gr. laga í samráði við Magnús Norðdahl

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei