Orlofsvefur Stéttarfélags Vesturlands
Orlofsvefur Stéttarfélags Vesturlands

14. mars 2019

Opnað fyrir sumarúthlutun 15.mars kl 10:00

Orlofshús 2019

 

 

Við munum opna fyrir umsóknir 15. mars kl 10:00 og úthluta 15. apríl kl.10:00. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum orlofsvefinn sem er hægt að nálgast hér

Eftir úthlutun þarf greiðsla að hafa borist fyrir 2.maí - sé umsókn ekki greidd er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að nýta sér húsið.

Eftir 2.maí opnast fyrir fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Nýjungar sumarið 2019 eru tvær en við höfum farið í makaskipti við 2 félög vegna húsanna okkar í Húsafelli.
Kiðárskógur 1 fer í skipti við Einarsstaði 12, hús sem Afl á, og er á Völlum Fljótdalshéraði. Þau skipti hefjast 14.júní. 
Kiðárskógur 10 fer í skipti aðra hvora viku við Þverlág 6 á Flúðum, hús sem Báran á, og er fyrsta vikan okkar þar einnig 14.júní
Við vonum að þessar breytingar komi til með að nýtast okkar félagsmönnum vel.

Íbúðin í Reykjavík er eins og alltaf ekki með í sumarúthlutun en opnað verður fyrir sumarið þar fljótlega og kynnt sérstaklega með breyttum reglum.

 

 

 

Senda á Facebook