Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands

Bótareglur frá og með 1. janúar 2017

1. Fæðingarstyrkur  kr.  100.000
Miðast við félaga. Þannig að ef tveir fullgreiðandi félagar eignast
saman barn eiga hvort um sig rétt á fæðingarstyrk. Greiða þarf iðgjald

af greiðslum fæðingarorlofssjoðs. Styrkurinn er framtalsskyldur.

 

2. Styrkur v/glasa-, tæknifrjóvgunar og ættleiðingar  kr. 100.000
Miðast við félaga. Þannig að ef um er að ræða tvo fullgreiðandi
félaga eiga þeir hvor sinn rétt. Aðeins veittur einu sinni á hverju þriggja ára tímabili. Leggja þarf fram staðfestingu á útlögðum kostnaði og aldrei greitt meira en 50% af kostnaði. 
 
3. Gleraugnastyrkur pr. félaga á 24 mánaða tímabili  kr. 40.000
    pr. barn á 12 mánaða tímabili kr. 20.000
En aldrei meira en 50% af reikningi.  
  
4. Heyrnatækjastyrkur pr. félaga á 36 mánaða tímabili  kr. 40.000
Miðað við tæki í annað eyra. Upphæð tvöfaldast ef þörf er á tveimur
tækjum. Þó aldrei meira en 50% af reikningi. 

 

5. Göngugreining greitt að fullu, eða allt að  kr. 5.000
 Tilvísun læknis þarf til.

 

6. Krabbameinsleit,  100% af grunnrannsókn, allt að  kr. 10.000

 

7. Almenn rannsókn hjá Hjartavernd,  50% af kostnaði, allt að  kr. 12.000

 

8. Sjúkranudd, sjúkraþjálfun og önnur endurhæfing, allt að  kr. 50.000

Tilvísun læknis þarf til. Ekki greitt meira en 50% af hverjum reikningi.

 
9. Heilsurækt, svo sem sund, líkamsræktarstöðvar o.fl., hámark  kr. 25.000
Umsækjendur þurfa að hafa verið greiðandi sjóðfélagar í a.m.k. 12 síðustu
mánuði, miðað við reglur sjóðsins. Þó aldrei meira en 50% af kostnaði á
hverju 12 mánaða tímabili. Reikningar skulu stílaðir á nafn viðkomandi og einungis gilda fyrir félagsmanninn.

 

Í gildi er sérstakt samkomulag við Borgarbyggð um stuðning við atvinnulausa félagsmenn sem vilja stunda líkamsrækt í Íþróttamiðstöðinni í Borgarbyggð.  Leitið upplýsinga á skrifstofu félagsins.

 

10. Augnaðgerðir, á öðru auga er hámark kr. 50.000. Hámark fyrir bæði augu  kr. 100.000
Um er að ræða laser eða lasik aðgerðir. Einn fullur styrkur á 36 mánaða fresti.
Umsækjandi þarf að hafa verið félagi síðustu 12 mán.

 

11. Viðtalsmeðferð hjá sálfræðingum/fjölskylduráðgjöfum. Hámark  kr. 45.000 á ári 
Greitt er 50% af hverjum viðtalstíma að hámarki  kr. 6.000 pr. skipti. Tilvísun læknis þarf til.    

Greining á ADHD skal styrkt samkv. þessari gr. og greiða skal 50% af reikningi að sama hámarki.

 

12. Dánarbætur, skv. gr. 12.4.  kr. 360.000
 
13. Dvöl starfandi félaga sem fara í endurhæfingu eða meðferð samkvæmt tilvísun læknis á endurhæfingarstofnun  verði niðurgreidd um kr. 3.000 á dag í allt að 42 almanaksdaga (6 vikur). Þó aldrei meira en 50% af kostnaði

14. Stoðtækjakaup

Stjórn er heimilt að styðja félaga og börn þeirra til annarra stoðtækjakaupa en að ofan greinir

samkv. gr. 12.8. í reglugerð sjóðsins. Stjórnin setur sér þá vinnureglu að stoðtækjakaup séu

ávallt að tilvísun læknis og styrkur v/barna 50%.

 

15. Dagpeningar v. vímuefnameðferðar

Heimilt er í eitt skipti að veita styrk sem svarar dagpeningum í allt að 45 daga vegna sjúkdóms sem stafar af ofneyslu vímuefna. Tilvísun læknis þarf til.

 

16. Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum

í allt að 150 almanaksdaga samkv. grein 12.1 í reglugerð sjóðsins. Þó aldrei hærri en

kr. 460.000 í hverjum mánuði.

 

17. Dagpeninga vegna veikinda langveikra og alvarlega fatlaðra barna

í allt að 90 almanaksdaga, samkv. grein 12.2. Þó aldrei hærri en kr. 460.000 í hverjum mánuði.

 

18. Dagpeningar vegna mjög alvarlegra veikinda maka

í allt að 90 almanaksdaga, samkv. grein 12.3. Þó aldrei hærri en kr. 460.000 í hverjum mánuði.

 
 
Skilyrði fyrir fullum bótarétti, samkv. gr. 12.4 og 12.8 í reglugerð sjóðsins, er að skilað hafi verið iðgjaldi vegna viðkomandi bótaþega sem svarar til a.m.k. 2.040 klst. vinnu á síðustu tólf mánuðum, þegar réttur til aðstoðar myndast. Reiknað út frá taxta afgreiðslufólks eftir eins árs starf. Bætur fara stiglækkandi sé um lægri greiðslur til sjóðsins að ræða.

 

Viðmið til að ná fullum bótarétti er kr. 31.000 sl. 12 mánuði.

 

Geymd réttindi eldriborgara og öryrkja:

Samkv. grein 11.1 í reglugerð sjóðsins geymast réttindi sjóðsfélaga sem hættir eru störfum vegna aldurs eða örorku óskert í 12 mánuði frá starfslokum, hafi þeir greitt til sjóðsins síðustu 5 árin fyrir starfslok. Eftir það skulu þeir eiga rétt til 60% af þeim styrkjum sem greiðandi félagar njóta. Einnig eiga aðstandendur þeirra rétt til dánarbóta samkv. þessari grein, nú kr. 216.000

 

Þeir sem tæmt hafa bótarétt sinn ( rétti til greiðslu dagpeninga) að fullu skulu að jafnaði ekki geta hafið nýtt bótatímabil nema þeir hafi stundað launaða vinnu í sex mánuði, þar sem greitt er af launum þeirra í sjúkrasjóð. Þá ávinna þeir sér 90 daga tímabil og eftir 12 mánaða starf getur bótatímabil orðið 150 dagar. Stjórn sjúkrasjóðs getur gert félagsmanni, sem nýtur greiðslu úr sjóðnum, skylt að leita ráðgjafar hjá Virk.

 

Nýtt upphaf á grein 12.8 er hún nú  svohljóðandi:
Stjórn sjóðsins getur við sérstakar aðstæður metið  hvort dagpeningar skuli greiddir lengur en eitt bótatímabil og hver upphæð dagpeninga skuli þá vera.
Heimilt er stjórn sjóðsins að veita styrki til sjóðsfélaga í formi forvarnar- og endurhæfingarstyrkja og styrkja vegna sjúkra- og slysakostnaðar, fæðingarstyrkja, vegna krabbameinsrannsókna,
stoðtækjastyrkja o.þ.h. sem stjórn sjóðsins ákveður á hverjum tíma og geta sjóðsins leyfir.

 

Vakin er athygli á 15. grein regugerðar sjóðsins um fyrningu bótaréttar :

15. grein  -  Fyrning bótaréttar
15.1 Réttur til dagpeninga í veikinda og slysaforföllum skv. gr.12.1 og 12.4 fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.
15.2 Réttur til styrkja skv. reglugerð þessari fellur að öðru leyti niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.

 

Upphæðir hámarks dagpeninga og dánarbóta voru hækkaðar

1. jan. 2017 miðað við launavísitölu, samkvæmt lögum ASÍ. 

 

Bótareglurnar voru síðast staðfestar á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands 14.júní 2016