Leiðbeiningar fyrir Mínar síður

Innskrá

Á Mínum síðum á vefsvæði Stéttarfélag Vesturlands er að finna persónublað sem inniheldur margvíslegar upplýsingar um réttindi félagsfólks. Hægt er að sækja um orlofshús, sjúkrastyrki og sjúkradagpeninga. Jafnframt er hægt að fylgjast með réttindaávinnslu og skilum atvinnurekenda á iðgjöldum. Félagsfólk sem vinnur eftir sveitarfélagasamningi getur fylgst með inneign í Félagsmannasjóði, sem er til útgreiðslu 1. febrúar.

Innskráning – félagsmaður skráir sig inn á Mínar síður af heimasíðu félagsins, www.stettvest.is. Hægt er að nota rafræn skilríki, Íslykil eða lykilorð sem félagið gefur út. Fyrirhugað er að hætta notkun eigin lykilorða á næstu mánuðum og eftir það verður aðeins hægt að nota rafræn skilríki eða Íslykil.

Þegar smellt er á Rafræn innskráning, flyst félagsmaður yfir á innskráningarsíðu Ísland.is og getur þar valið á milli þess að skrá sig inn með Íslykli eða farsímanúmeri. Enn er hægt að skrá sig inn með lykilorði, en það er samt háð því að félagið eigi netfang félagsmanns í gagnagrunni.

Image
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei