Sameiginlegur aðalfundur deilda Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sameiginlegur aðalfundur deilda Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn miðvikudaginn 22 mars.  kl.18:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2 Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: Kynnin á niðurstöðum úr Gallup könnun – Tómas Bjarnason kynnir Venjuleg aðalfundarstörf deildanna Fréttir af kjaramálum –  Samningar við ríki og …

Ásholt Reykjavík

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn það gleður okkur að segja frá því að íbúðin okkar í Ásholti í Reykjavík er komin aftur í leigu Hægt er að bóka hér : https://orlof.is/stettvest/  

Ert þú á aldrinum 16-35 ára?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Og langar þig að fræaðst meira um vinnumarkaðinn og verkakýðsfélög?? Endilega skráðu þig þá á fræðslu og tengsla daga ASÍ – UNG

Stjórnarkjör 2023

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ekki bárust nein mótframboð við lista trúnaðarráðs og telst því listinn sjálfkjörinn Eftirtaldir aðilar voru í framboði: Formaður: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Þórólfsgata 21a, 310 Borgarnesi, til 2ja ára Ritari: Einar Reynisson, Sóltúni 7, 311 Hvanneyri, til 2ja ára Fyrsti meðstj.: Elín Ósk Sigurðardóttir, Brákarbraut 8, 310 Borgarnesi, til 2ja ára         Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

Allt að 86% munur á kostnaði heimila vegna dreifingar rafmagns

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ á þróun á kostnaði heimila vegna dreifingar á rafmagni á árunum 2018 til 2023 hækkuðu gjaldskrár dreifiveita á bilinu 10%-33%. Mest hækkaði kostnaðurinn hjá HS veitum á tímabilinu, 32,6% en minnst hjá RARIK í dreifbýli, 10%.   Kostnaður heimila vegna flutnings og dreifingu raforku er lægstur hjá Veitum, 50.282 kr. en  86% hærri hjá Orkubúi Vestfjarða í …

Nýr stofnanasamningur SGS og Veðurstofu Íslands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands og Veðurstofa Íslands hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Veðurstofunni sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Í samningnum var m.a. samið um nýja grunnröðun starfa til launa sem hinar ýmsu viðbótarforsendur á borð við starfsreynslu, símenntun og persónubundna þætti. Samninginn má nálgast hér.

Stjórnarkjör 2023

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórnarkjör 2023   Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára:formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2023, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt formanni kjörstjórnar, Eygló Lind, …

Ásholt í Reykjavík & Kiðárskógur 10 Húsafelli

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Um miðjan desember kom upp leki í íbúðinni okkar í Ásholti hún er því búin að vera í viðgerð síðan og er einhver bið í að hún komist aftur í leigu því miður. Kiðárskógur 10 er einnig ekki í boði eins og er því hann er á leið í smá yfirhalningu. Við biðjumst velvirðingar á þessu og munum …