Félagsmenn í deild ríkis og sveitarfélaga athugið!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar félagsmenn sína sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum til fundar mánudaginn 6.febrúar kl 20:00 í Alþýðuhúsinu Fundarefni: Komandi kjarasamningar og kröfugerð vegna þeirra Eru trúnaðarmenn á ykkar vinnustöðum? Önnur mál Stéttarfélag Vesturlands

Félagsmannasjóður – útgreiðsla í dag

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í dag 1.febrúar var í fyrsta sinn greitt úr félagsmannasjóði af Stéttarfélagi Vesturlands. Þar fengu 112 félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi sveitarfélaga greitt út vegna ársins 2022 og liðinna ára ef um það var að ræða. Heildarupphæð nam tæpum 10.milljónum króna. Ef þú varst að vinna hjá Brákarhlíð, Borgarbyggð, Eyja og Miklaholtshreppi, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð eða Silfurtúni á árunum 2020, 2021 …

Félagsmannasjóður SGS – starfsmenn sveitarfélaga ATHUGIÐ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2022 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði SGS í byrjun febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum. Síðastliðin tvö ár hefur umsýsla sjóðsins verið hjá Starfsgreinasambandinu en í fyrra var gerð breyting á og nú sjá aðildarfélögin sjálf um umsýslu sjóðsins. Vegna útborgunar úr sjóðnum eru félagsmenn beðnir um að …

Breytt styrkhlutfall fræðslusjóðanna – Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga. Nú er átakinu lokið og stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að endurgreiðsluhlutfallið fari í 80% hjá fyrirtækjum (fyrirtæki utan SA 72%)  og 80% til …

Breytingar á greiðslum úr Sjúkrasjóði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á fundi Trúnaðarráðs Stéttarfélags Vesturlands þann 14. desember sl. var samþykkt að hækka og breyta nokkrum styrkjum sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. Þetta var gert í samræmi við tillögu frá stjórn Sjúkrasjóðsins. Styrkir sem breytast eru vegna gleraugnakaupa, heyrnartækja, augnaðgerða, líkamsræktar og vegna dvalar á heilsuhæli eða í endurhæfingu. Jafnframt var skerpt á nokkrum ákvæðum varðandi ávinnslu og geymslu …

Opnunartími um jól og áramót og afgreiðsla styrkja

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Skrifstofa félagsins verður opin sem hér segir milli jóla og nýjárs 27.desember milli 10 og 16 28.desember milli 8 og 16 29.desember milli 8 og 16 30.desember milli 8 og 15 2.janúar 2023 milli 10 og 16 Sjúkradagpeningar vegna desember verða afgreiddir 23.desember Styrkir úr sjúkrasjóði, menntasjóði og orlofssjóði verða afgreiddir næst 30.desember og er það síðasta afgreiðsla …

Kjarasamningar Samiðnar og LÍV samþykktir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagar Í hádeginu lauk kosningu um nýja kjarasamninga Samiðnar  og SA annarsvegar og LÍV (Landsambands íslenskra verslunarmanna) og SA hinsvegar og voru báðir samningar samþykktir. Stéttarfélag Vesturlands er aðili að báðum þessum landssamböndum. Niðurstöður voru eftirfarandi: Kjarasamningur Samiðnar og SA: Á kjörskrá voru 24. 7 tóku þátt eða 29,17%,  6 sögðu já eða 85,71% og 1 sagði nei eða …

Kjarasamningur SGS samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kjarasamningur SA og Starfsgreinasambandsins sem Stéttarfélag Vesturlands á aðild að var samþykkur með 94,34% atkvæða þeirra sem þátt tóku. Launahækkanir samkvæmt samningnum taka gildi frá og með 1.nóvember og laun samkvæmt þeim ættu að vera greidd með desemberlaunum. Lítil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni eða 6,5%. 50 sögðu já, 2 sögðu nei og einn seðill var auður.