Samningur Stéttarfélags Vesturlands og Brákarhlíðar samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Stéttarfélags Vesturlands og Brákarhlíðar er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 64% þeirra sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 65 manns og var kjörsókn 33,85 %. Já sögðu 14 eða 64%. Nei sögðu 3 eða 13 %. 22% tóku ekki …

Samningur SGS og sveitarfélaganna samþykktur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með rúmlega 78% þeirra sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn og sameiginleg hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu 684 eða 78,62%. Nei sögðu …

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning milli SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 20.september kl 17:00  býður Stéttarfélag Vesturlands upp á  kynningarfund um nýjan kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir 12. september sl. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu og er möguleiki á að fá að vera í streymi. Þeir sem vilja fá að vera í streymi eru beðnir að senda tölvupóst á stettvest@stettvest.is Við hvetjum alla …

Kjarasamningur við sveitarfélögin 2023-2024 Kosning er hafin

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 12. september. Samningurinn gildir frá 1. október 2023 til 31. mars 2024. Atkvæðagreiðsla hefst kl 12:00 þann 14.september – allar upplýsingar um samninginn má sjá hér Starfsfólk sveitarfélaganna kjósa hér  Starfsfólk Brákarhlíðar kjósa hér 

Breyttur opnunartími frá 1.september

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Frá og með 1.september breytist opnunartími á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands og verður sem hér segir: mánudaga – fimmtudaga frá kl 8:00-16:00 föstudaga frá kl 8:00- 14:00    

Könnun á vegum Símenntunar – endilega takið þátt :)

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Símenntun á Vesturlandi áætlar að setja af stað frístunda- og starfsþróunarnámskeið í vetur. Til að framboð á námskeiðum verði í samræmi við óskir félagsfólks biðjum við félagsfólk að svara meðfylgjandi könnun. Könnunin er nafnlaus og hvetjum við alla til að taka þátt. Hér er könnunin á íslensku: https://forms.office.com/e/4DUSLwDZ5j Hér er könnunin á ensku: https://forms.office.com/e/knuiUsg7Tm Hér er könnunin á pólsku: https://forms.office.com/e/4DUSLwDZ5j  

Félagsmannasjóður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1.september munum við greiða aftur út félagsmannasjóði til þeirra sem gleymdu að sækja um í febrúar. Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2022 áttu að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar Sjóðurinn  er 1,5% af heildarlaunum. Félagsmannasjóður vegna 2023 verður greiddur út 1.febrúar 2024 Til að hægt sé að tryggja að …

Ungt fólk í Stéttarfélagi Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ágætu félagar sem eruð yngri en 35 ára, ef þið hafið áhuga fyrir því að kynnast starfi ASÍ-ung, þá endilega hafið samband við félagið t.d. með því að senda póst á stettvest@stettvest.is Nú vantar okkur fulltrúa á þing ASÍ-ung. Áhugasamir hafið samband fyrir hádegi þann 28. júlí. Þingið verður 22. sept. nk. https://www.facebook.com/asi.unglidar/