Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands

Sjúkrasjóður félagsins býður félagsmönnum upp á að sækja um ýmsa styrki úr sjóðnum, sjá nánar í bótaflokkar hér til vinstri á síðunni. Einnig geta félagsmenn sem eiga við veikindi að stríða, eða hafa lent í vinnuslysum og hafa tæmt rétt sinn hjá launagreiðenda til veikindadaga, sótt um greiðslu sjúkradagpeninga. Sjá umsóknareyðublöð hér vinstra megin á stikunni. Rétt er að benda á að til að fá greiðslu úr sjúkrasjóði þurfa umsókn og öll gögn sem henni þurfa að fylgja að berast fyrir 20. dag mánaðar. Allar umsóknir fara í gegnum Mínar síður.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei