Orlofsuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum þ.m.t er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi orlofsári (1.maí -30 apríl)  í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.

Orlofsuppbótin árið 2024 er kr. 58.000.- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA og hjá Samiðn og SA.

SGS og fjármálaráðherra (hjá ríkinu) er ekki búið að semja fyrir 2024 en talan var 56000 vegna 2023

Hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasmningi SGS og SNS (samninganefnd sveitarfélaga)  fá 55.700.- árið 2023 og skal greiðast 1.maí.

Samkvæmt kjarasamningum við Elkem  og Klafa er orlofsberuppbót þeirra starfsmanna  291.078.-  árið 2024 og starfsmenn Norðuráls eiga skv. kjarasamningi að fá kr. 291.078.- árið 2024

Fullt orlofsár telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum sakv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei