Allar bókanir fara í gegnum Mínar síður
Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær:
- Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum og húsum Stéttarfélags Vesturlands.
- Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.
- Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins.
- Helgarleiga í öllum íbúðum og sumarhúsum félagsins er 3 nætur frá föstudegi til mánudags.
- Hafi félagsmaður bókað og greitt fyrir íbúð með meira en tveggja mánaða fyrirvara og geti svo ekki nýtt sér leiguna, þá er honum endurgreitt að fullu óski hans þess áður en 60 dagar eru í leigudag.
- Ef minna en 60 dagar eru að leigudegi, er íbúðin losuð á vefnum og auglýst á heimasíðu félgasins. Náist að leigja húsið/íbúðina á næstu 50 dögum, fæst endurgreitt að fullu. Eftir 50 daga, þ.e. þegar minna en 10 dagar eru í útleigu fæst ekkert endurgreitt.
- Félagsmaður sem óskar eftir því að nýta ekki bókunarkerfið Frímann og vill bóka með aðstoð starfsmanna félagsins, þarf að ganga frá greiðslu samdægurs. Gerist það ekki er afbókað að morgni næsta vinnudags.