Samkv. lögum Stéttarfélags Vesturlands skal viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við val fulltrúa á þing ASÍ. Félagið á rétt til að senda 3 fulltrúa á fundinn, sem fram fer á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík dagana 24., 25. og 26. okt. 2018.
Framboðslistum, þar sem tilgreindir eru 2 aðalfulltrúar frá SGS-deildunum og 1 frá LÍV-deild og jafnmargir varafulltrúar, ásamt tilskyldum fjölda meðmæla fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a, Borgarnesi, stílað á formann kjörstjórnar, Guðrúnu Helgu Andrésdóttur, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 3. okt.. 2018.
Komi ekki fram annar listi en listi trúnaðarráðs verður sá listi sjálfkjörinn.
Borgarnesi, 25. sept.2018
Stéttarfélag Vesturlands