Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
verða haldnir fimmtudaginn 28. febrúar kl. 19.00
í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.
Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna
2. Bjarg íbúðafélag í eigu ASÍ og BSRB
Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs
kynnir félagið fyrir okkur og fer yfir hvað þarf
að gerast á félagssvæðinu til að Bjarg byggi íbúðir fyrir
okkar félagsmenn með viðráðanlegri leigu
3. Önnur mál
Við byrjum fundinn á aðalfundarstörfum, fáum okkur svo súpu.
Gerum ráð fyrir að kynning Björns hefjist kl. 20:00 og hvetjum
félagsmenn til að fjölmenna og spyrja réttan aðila!
Stéttarfélag Vesturlands