Leið ungliða til áhrifa
Auglýst eftir áhugasömum einstaklingum á aldrinum 16-35 ára til þátttöku á þingi ASÍ-UNG.
Þann 7. nóvember nk. verður 10. þing ASÍ-UNG haldið á Stracta Hótel á Hellu. Hefst þingið klukkan 11:00 og stendur til klukkan 16:25 sama dag. Verður þingfulltrúum boðið til óformlegrar dagskrár að þingi loknu sem endar á sameiginlegum kvöldverði.
Yfirskrift þingsins er „Leið ungliða til áhrifa“ og mun dagskrá þingsins taka mið af því ásamt venjubundnum þingstörfum.
Áhugasöm eru hvött til að hafa samband á stettvest@stettvest.is fyrir lok dags þann 7. október.