Sú leiðinlega villa varð við útkeyrslu gagna úr bókhaldskerfi Stéttarfélags Vesturlands að allir styrkir sem veittir voru á árinu 2024 til félagsmanna skráðust sem launatekjur inn á skattframtal þeirra. Styrkir frá stéttarfélögum eiga að fara í lið 2.3 í reit 96 á tekjublaði einstaklings og eru skattskyldir. Sjúkradagpeningar sem og greiðslur úr félagsmannasjóði eru ekki styrkir og eiga að færast sem tekjur. Auðvelt er að leiðrétta þetta handvirkt inn í framtalinu með því að færa á upphæðirnar á milli reita. Félagsmenn geta farið inn á Mínar síður og fundið sundurliðun sinna styrkja undir sjúkrasjóður – styrkir. Varðandi hvaða styrkir eru frádrættabærir bendum við fólki á að skoða leiðbeiningar frá skattinum hér. Biðjumst við velvirðingar á þessum leiðinlegum mistökum og hvetjum félagsmenn að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þörf er á frekari leiðbeiningum.
