Atkvæðisfulltrúar á ársfund Festa lífeyrissjóðs

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands leitar að atkvæðisfulltrúa á ársfund Festa Lífeyrissjóðs. Þeir félagsmenn sem greiða í Festa eru kjörgengir.

Félagið á rétt á að senda fjóra atkvæðisbæra fulltrúa til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga tiltæka til vara. Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að fylla þessi sæti. Framboðum þarf að skila til Stéttarfélags Vesturlands á netfangið stettvest@stettvest.is fyrir 22.apríl 2025.

Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 5. maí. nk. á Grand Hótel, Sigtúni, Reykjavík og hefjast fundarstörf kl. 18:00.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei