Í hádeginu í dag var opnað fyrir atkvæðisgreiðslu á ný undirrituðum kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland. Ættu allir starfsmenn á kjörskrá að hafa fengið SMS um að kosning sé hafin með tengli inn á kosninguna sem er rafræn. Stendur atkvæðisgreiðslan til hádegis á þriðjudaginn 22. apríl nk. Hvetjum við félagsfólk okkar á kjörskrá að nýta kosningarétt sinn.
