Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands sat á dögunum námskeið Samtakanna ’78 um skaðlega orðræðu í garð hinsegin fólks og hvernig hægt sé að bregðast við henni sem heildarsamtök launafólks bauð starfsfólki aðildarfélagana á. Námskeiðið sem bar yfirskriftina Gagnræða var stýrt af Þorbjörgu Þorvaldsdóttur samskipta- og kynningarstjóra Samtakana ’78. Fá höfum við farið varhluta af sívaxandi neikvæðri umræðu um hinsegin fólk og mörg upplifa sig vanmáttug og orðvana gagnvart þessari þróun. Starfsfólk stéttarfélagana er þar ekki undan skilið. Nauðsynlegt er að hagsmunasamtök launafólks búi yfir þekkingu til að geta stutt sitt félagsfólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu og var þetta námskeið liður í þeirri fræðslu.
Þar kenndi Þorbjörg á verkfæri gagnræðunar (e. counterspeech) til að takast á við fordóma í okkar nærumhverfi. Þátttakendur fengu fræðslu um birtingarmyndir og áhrif hatursorðræðu og lærðu að beita gagnræðu aðferðum til að bregðast við fordómafullum athugasemdum, líkt og áður segir.
„Í grundvallaratriðum er gagnræða öll tjáning sem miðar að því að minnka áhrif skaðlegrar og hatursfullrar orðræðu á samfélag og einstaklinga. Í reynd felur gagnræða í sér að við tökum þátt í umræðunni með meðvituðum hætti. Raddir umburðarlyndis og kærleika verða að heyrast. Þannig vinnum við gegn fordómum og minnkum líkur á ofbeldi.“ segir á heimasíðu Samtakana ’78 um hvað gagnræða er. Þorbjörg bætir við „með því að nota gagnræðu getum við rofið vítahring hatursorðræðu í samfélaginu, minnt fólk á samskiptareglur samfélagsins og ýtt undir samtal, skilning og umburðarlyndi.“
Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands þótti mjög gagnlegt að sitja þessa fræðslu og hvetur félagsfólk sem áhuga hafa að kynna sér fræðsluefni Samtakana ’78 sem má finna á heimasíðu þess.