Ályktun formannafundar SGS

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á dögunum sendi formannafundur Starfsgreinasambands Íslands frá sér ályktun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar fordæmir fundurinn harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Bitnar þessar breytingar ekki síst á verkamannsjóðum þar sem örorkubyrgðin er mest. „Þar safnar verkafólk, sem vinnur erfiðisvinnu og stendur undir samfélaginu með líkamlegu átaki, allt að 15% lakari lífeyrisréttindum en sjóðsfélagar annarra lífeyrissjóða – þrátt fyrir að greiða nákvæmlega sama iðgjald.“ líkt og segir orðrétt í ályktunni. Það er með öllu óásættanlegt að íslenskt verkafólk, sem vinnur erfiðisvinnu alla sína starfsævi, sé sett í verri stöðu en aðrir þegar kemur að lífeyrisréttindum.

Ályktuna má nálgast í heild sinni á heimasíðu SGS

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei