ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október sl. í Reykjavík og var yfirskriftin að þessu sinni „Raddir ungs fólks til áhrifa – Kraftur tiil breytinga.“ Á þinginu var unnið öflugt málefnastarf þar sem málefni voru valin út frá stefnumótunarstarfi stjórnar. Til umræðu voru málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega; málefni fjölskyldufólks, húsnæðismál, brotastarfsemi og samgöngumál. Niðurstaða þingsins voru fjórar ályktanir, sem marka stefnu nýrrar stjórnar. Þær má lesa hér.
Ný stjórn var sjálfkjörin samkvæmt uppstillingu
Elín Ósk Sigurðardóttir, sem er móttöku- og heimsóknarfulltrúi hjá StéttVest, var endurkjörin í stjórn ASÍ- UNG. Hún sat í varastjórn síðasta kjörtímabil en var nú kjörin í aðalstjórn. Elín er reynslumikil í störfum sínum með ASÍ-UNG en hún hefur setið í stjórn þar síðan 2018.
Stjórn ASÍ-UNG er skipuð eftirfarandi:
Aðalstjórn til tveggja ára
- Elín Ósk Sigurðardóttir – Stéttarfélag Vesturlands
- Elsa Hrönn Gray – Eining-Iðja
- María Von Pálsdóttir – AFL
- Styrmir Jökull Einarsson – VR
- Þorvarður Bergmann Kjartansson – VR
Aðalstjórn til eins árs
- Katrín K. Briem Gísladóttir – FVSA
Varamenn til eins árs
- Andrea Rut Pálsdóttir – VR
- Ásdís Helga Jóhannsdóttir – AFL
- Valdimar Friðjón Jónsson – Eining-Iðja
ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

