Ferðumst innanlands í sumar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn

Nú er sumarúthlutun lokið og því gildir fyrstur kemur fyrstur fær í sumarhúsin okkar en hægt er að bóka og skoða betur hér það eru fullt af skemmtilegum vikum í boði 🙂

Til dæmis:

Ásatún á Akureyri 3.-10.júní, 5.-12.ágúst, 19.-26.ágúst

Ölfusborgir 10.-17.júní, 5.-12.ágúst, 12.-19.ágúst, 19.-26.ágúst, 26.ágúst-2.sept.

Þverlág 6 Flúðum 3.-10.júní, 5.-12.ágúst, 12.-19.ágúst, 19.-26.ágúst, 26.ágúst-2.sept.

Flókalundur 3.-10.júní, 10.-17.júní, 17.-24.júní, 1.-8.júlí, 8.- 15.júlí, 15.-22.júlí, 29.júlí-5.ágúst, 5.-12.ágúst, 12.-19.ágúst, 19.-26.ágúst, 26.ágúst-2.sept.

 

Útilegukortin og veiðikortin eru að sjálfsögðu á sínum stað en í sumar eru þau eingöngu seld í gegnum orlofsvefinn okkar hér 

Þá vekjum við einnig athygli á því að við endurgreiðum hluta af gistingu hámarki 7000.- kr. fyrir nóttina en ekki meira en 50% af reikningnum og hægt er að fá að hámarki 50.000.- í styrk. Þetta á einnig við gistingu á hjólum.

Við hvetjum félagsmenn að sjálfsögðu til að nýta sér þetta. Til að sækja um styrkinn þarf að koma með löglegan reikning á skrifstofu félagsins og fylla út umsókn

 

Njótum þess besta sem landið hefur upp á að bjóða og ferðumst innanlands í sumar 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei