Lentir þú í úrtaki? Ertu búin(n) að svara?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við minnum þá félagsmenn sem hafa fengið sendan hlekk á könnun frá Gallup um að svara hið fyrsta. Könnunin sem er unnin í samvinnu Verkalýðsfélagsins Hlífar og Stéttarfélags Vesturlands er um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna.

Með þátttöku í könnuninni lenda félagsmenn sjálfkrafa í happdrættispotti.

Sumir vinningar skila sér strax, eftir að spurningunum hefur verið svarað, en dregið er um stærri vinningana eftir að könnuninni lýkur. Haft verður samband við vinningshafa.

Það er mikilvægt að sem flestir svari, því niðurstöðurnar verða nýttar til að auka og bæta þjónustuna við félagsmenn. Það tekur ekki langan tíma að svara könnuninni.

Þín svör skipta máli!

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei