Kjarasamningarnir kynntir á félagssvæðinu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfunda vegna kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 21. desember.  Fundirnir verða sameiginlegir fyrir aðildardeildir landssambandanna SGS, LÍV og Samiðnar, sem öll eiga aðild að samningunum.



Borgarbyggð  í Alþýðuhúsinu   Sæunnargötu 2a          9. jan. kl. 20:00
Hvalfjarðarsveit í stjórnsýsluhúsinu  Innrimel 3          13. jan. kl. 17:00
Dalabyggð í stjórnsýsluhúsinu Miðbraut 11               14. jan. kl. 17:00


 


Kosið verður um samninginn með póstatkvæðagreiðslu og hafa kjörgögn verið send út.
Atkvæði verða talin þann 21. janúar og þurfa þau að hafa borist skrifstofu félagsins að Sæunnargötu 2a fyrir kl. 16:00 þann dag. Póststimpill gildir ekki.
Fái einhverjir félagsmenn sem telja sig hafa atkvæðisrétt, ekki send kjörgögn er þeim bent á að hafa samband við skrifstofuna í síma 430 0430


Kjörtjórn Stéttarfélags Vesturlands


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei