Áríðandi fundur fimmtudaginn 12. janúar um kjaramál!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar félagsmenn sína til fundar fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a í Borgarnesi.
Hver er staðan varðandi endurskoðun kjarasamninga? Eru forsendur brostnar?
Trúnaðarráð félagsins og trúnaðarmenn á vinnustöðum eru sérstaklega boðaðir á fundinn en hann er jafnframt opinn almennum félagsmönnum.
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands þarf að hafa ákveðið fyrir kl. 16:00 þann 20. janúar hvort núgildandi kjarasamningum, sem byggja á endurskoðunarákvæði, verður sagt upp.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og láta skoðanir sínar í ljós!
Stéttarfélag Vesturlands
 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei