Nú fer hver að verða síðastur að greiða atkvæði um kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember sl. Atkvæðaseðlar sem berast Stéttarfélagi Vesturlands eftir kl. 16:00 þriðjudaginn 21. janúar 2014 verða ekki taldir með. Talin verða atkvæði í hverri deild félagsins fyrir sig, þ.e. Deild verslunar- og skrifstofufólks, Iðnsveinadeild og síðan hjá almennu verkafólki innan SGS. Niðurstöður úr talningu atkvæða verða ekki birtar fyrr en eftir kl. 16:00 þann 22. jan. þ.e. á sama tíma og niðurstöður frá öðrum félögum.
Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands