Stéttarfélag Vesturlands hefur fest kaup á þessu glæsilega sumarhúsi í Kiðárskógum 10 í Húsafelli. Í tilefni þess að nú mun félagið taka húsið formlega í notkun í næstu viku, ætlum við að bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra að koma og skoða húsið sunnudaginn 27. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00. Heitt á könnunni, tilvalið tækifæri að fara sunnudagsrúnt með fjölskylduna upp í Húsafell!