Sterk staða Stéttarfélags Vesturlands þrátt fyrir áföll

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands var haldinn  í Alþýðuhúsinu 28. apríl og var nokkuð vel sóttur.


Á dagskrá fundarins voru auk venjulegra aðalfundastarfa, breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs og húsnæðismál, bæði er varða skrifstofuna að Sæunnargötu 2a og Orlofssjóðsins.


Einnig mætti á fundinn Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri Festu, lífeyrissjóð og kynnti málefni sjóðsins.


Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands var haldinn  í Alþýðuhúsinu 28. apríl og var nokkuð vel sóttur.


Á dagskrá fundarins voru auk venjulegra aðalfundastarfa, breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs og húsnæðismál, bæði er varða skrifstofuna á Sæunnargötunni og Orlofssjóðsins.


Einnig mætti á fundinn Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri Festu, lífeyrissjóð og kynnti málefni sjóðsins.


 


Sjúkrasjóður


Sjúkrasjóður greiddi út dagpeninga og styrki til 310 einstaklinga á árinu 2008 og námu greiðslur úr sjóðnum rúmun 17. millj.kr.


Þess má geta að dagpeningagreiðslur tvöfölduðust frá fyrra ári.


Bæði kom þar til hækkun á hámarki bóta og einnig fjölgaði umsóknum og meðalgreiðslutími lengdist. Á aðalfundinum 2008 var aukið mikið við upphæðir styrkja, það hafði þó mun minni áhrif en búast hefði mátt við. Nú voru upphæðir ekki hækkaðar en breytingin á reglugerðinni felur í sér að greiða má meira en eitt tímabil bóta við sérstakar aðstæður. einnig voru nokkur ákvæði í bótareglunum skýrð betur. Breytingarnar eru feitletraðar í þeim skjölum sem finna má hér á síðunni undir Sjúkrasjóður.


 


Húsnæði félagsins


Ákveðið var að skipa fjögurra manna bygginganefnd sem hefði það hlutverk að kanna möguleika á því að byggja við skrifstofuhúsið að Sæunnargötu 2a, með það fyrir augum að bæta við tveimur skrifstofuherbergjum.


 


Orlofssjóður


Samþykkt var að fela formanni að taka á leigu íbúð í Reykjavík til útleigu fyrir félagsmenn. Ætlunin er að leita eftir íbúð miðsvæðis í borginni og leigja hana í eitt ár. Með þessu mót væri könnuð þörf og áhugi hjá félagsmönnum til að nýta sér þjónustu af þessu tagi.


 


Heimasíða


Nokkuð lengi hefur staðið til að gera endurbætur á heimasíðu félagsins og færa hana til nútímans. Vefurinn var formlega opnaður á aðalfundinum. Vinna við heimsíðu er auðvitað stöðug og enn er verið að bæta við það efni sem á að vera til staðar til upplýsingar og þjónustu við félagsmenn. Stafsmenn eru svo stðaráðir í að halda vefnum meira lifandi framvegis, en áður var.


 


Fjármál.


Fjárhagsleg staða félagsins er strek, þrátt fyrir að bæði Sjúkra og félagssjóður hafi skilað neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Félagið hafði ávaxtað hluta af sjóðum sínum í víkjandi skuldabéfum í Sparisjóði Mýrarsýslu og skuldabréfum í Exista. Þessi tryggð við „Hornstein í héraði“ kemur nú í bakið á félaginu. 


Forsvarmenn félagsins töldu sig á engan hátt vera að taka þátt í einhverjum áhættufjárfestingum, en vildu reyna að fá sem besta ávöxtun á sem öruggastan hátt. Neyðarlögin frá því í október höfðu í för með sér breytta stöðu sparifjáreigenda.


Rekstrarniðurstöður verða ekki tíundaðar hér á síðunni frekar, en félagsmönnum er bent á að hægt er að nálgast ársreikningana á skirfstofum félgsins.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei