25.maí sl. komu nemendur í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi í heimsókn til okkar og fengu smá kynningu á starfsemi stéttarfélaga og réttindum þeirra sem starfsmanna á vinnumarkaði. Það spunnust upp skemmtilegar umræður með þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og vonum þau hafi haft gagn og gaman að.