Ný þjónusta hjá Stéttarfélagi Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmönnum býðst nú íbúð til leigu í 101-Reykjavík.
Um er að ræða 3ja herbergja íbúð að Ránargötu 11, eða í hjarta höfuðborgarinnar.
Húsnæðið er fullbúið og ætlað til skammtímaleigu hvort sem um er að ræða orlofsdvöl eða vegna einhverra erinda í borginni s.s. vegna læknisþjónustu. Gistiaðstaða verður fyrir 4-6.


Hægt er að fá íbúðina leigða frá 3. júlí nk. Virka daga er hægt að fá íbúðina leigða dag fyrir dag en um helgar verður leigt frá föstudegi til sunnudags.
Leiguverð er kr. 3.500 á sólarhring.
Um er að ræða tilraun til eins árs.
Reynist góð eftirspurn eftir þessari þjónustu mun verða framhald á henni.
Hægt er að fá frekari upplýsingar og bóka í síma 430-0430.


Stjórn orlofssjóðs 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei