Fundur stjórar- trúnaðaráðs og trúnaðarmanna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 


Stjórn Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að boða ofangreinda aðila til fundar þriðjudaginn 7. júlí kl. 20:00, í Sæunnargötu 2a. Á fundinum mun Ólafur Darri Andrason kynna niðurstöður varðandi samkomulag um frestun á endurskoðun kjarasamninga ASÍ og SA, ásamt svokölluðum stöðugleikasáttmála.


Stjórnin leggur til að afstaða Stétt Vest verði tekin á fundinum. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög verða kynntir, verði búið að semja, að öðrum kosti mun formaður Stétt Vest, sem jafnframt er sviðstjóri sviðs opinberra starfsmanna hjá SGS skýra frá stöðu mála í samningunum.
 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei