Fór launahækkunin 1. júní fram hjá þér?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru 17. febrúar 2008 og með síðari breytingum og samkomulögum, urðu breytingar á launatöxtum frá 1. júní sl. Hjá þeim sem ekki taka laun eftir taxtakerfi var hækkunin 2,5%.  Hafi laun verið lítilsháttar umfram taxta þarf að gæta þess að 2,5% hækkunin leiði ekki til þess að viðkomandi launamaður verði undir taxta, komi það upp þá gildir taxtinn.
Hægt er að finna launataxtana á heimasíðum vilkomandi landssambanda, eða undir kjaramál og kauptaxtar hér á síðunni.
Hjá almennu verkafólki og afgreiðslufólki hækkuðu taxtar um kr. 6.500, en hjá skrifstofufólki og iðnaðarmönnum um kr. 10.500.


 


Hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga var samið um hækkun á launatöxtum sem voru mismunandi, meiri á lægstu taxta og síðan minnkandi eftir því sem ofar dregur í launatöflunni. Hjá ríkinu kemur ekki launahækkun á taxta þar sem byrjunarlaun eru yfir kr. 310.00, en hjá sveitarfélögunum eru mörkin við kr. 225.000.
Starfsmenn Stéttarfélags Vesturlands hafa orðið varir við að þessi launahækkun hefur farið framhjá einhverjum launagreiðendum og er félagsmönnum bent á að skoða launaseðla sína til að sjá hvort að þeir þurfi að óska eftir leiðréttingu vegna júní launa


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei