Stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands lagði fram tillögu á aðalfundi félagsins 5. okt. sl. um að þeim félagsmönnum sem fæddir eru á árinu 1967 yrði boðið að fara í heilsufarsskoðun sér að kostnaðarlausu.
Þetta yrði síðan árlegt átak þannig að árið 2018 ættu þeir sem fæddir eru 1968 kost á þessu. Tillagan var samþykkt.
Nýr liður í bótareglum sjóðsins hljóðar því svo:
Almenna heilsufarsskoðun á heilsugæslustöð, fyrir félagsmenn sem verða 50 ára á almanaksári.
Greitt er að fullu, þó að hámarki kr. 10.000.
Við sendum þeim sem féllu undir þessa endurgreiðslureglu bréf til að vekja athygli á þessu.
Panta þarft skoðun á næstu heilsugæslustöð, viðkomandi greiðir fyrir skoðunina og við endurgreiðum svo að fullu gegn framvísun reiknings, þó að hámarki kr. 10.000.
Yfirleitt felur heilsufarsskoðun í sér komu til hjúkurngarfræðings og síðan læknis. Mælingar á hæð og þyngd, blóðþrýstingsmælingu, hjartalínurit, blóðrannsókn (blóðfitur og blóðsykur). Útreikning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum, síðan læknisskoðun og viðtal þar sem farið er yfir helstu áhættuþætti.
Í framhaldi af þannig viðtali er skoðað hvort viðkomandi þurfi frekari rannsóknir, sem yrði þá bara á vegum félagsmanns, en þó niðurgreiddar í samræmi við bótareglur sjóðsins. Áfram gidlir sú almenna regla að reikningar sem eru eldri en 12 mánaða fást ekki endurgreiddir.
Þar er skemmst frá því að segja að enginn félagsmaður hefur nýtt sér þetta tilboð. Þeir sem fæddir eru 1967 hafa tíma fram til septemberloka að notfæra sér þetta.