Félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum athugið.
Kl. 12:00 í dag hefst rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan er einungis rafræn og er hægt að kjósa með að ýta hér, nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig þar inn.
Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. desember nk.
Ef þú starfar á almenna markaðinum en getur ekki fengið að taka þátt hafðu þá samband við skrifstofu félagsins fyrir frekari upplýsingar í síma 4300430 eða á stettvest@stettvest.is
Kynningarfundir munu fara fram í næstu viku og verða auglýstir sérstaklega
Þar munum við kynna nýjan samning og hér má sjá allar helstu upplýsingar um hann.
Sýnum ábyrga afstöðu! Mætum og kynnum okkur samninginn áður en við greiðum atkvæði um hann.
ATHUGIÐ! Þessir fundir eru fyrir félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum, ekki er búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum og ekki fyrir verslunarmenn og iðnaðarmenn.