Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða hjá stofnunum sem greiða eftir kjarasamningi SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2024 eiga rétt á greiðslu úr Félagsmannasjóði þann 1. febrúar nk. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum einstaklings. Mikilvægt er að félagsmenn tryggi að réttar bankaupplýsingar liggi fyrir inn á Mínum síðum ásamt netfangi til …
Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
Samkvæmt núgildandi kjarasamningi SGS og Samtaka Atvinnulífsins hækka laun þann 1. janúar 2025. Kauptaxtar hækka þá um 5,6% en 23.750 kr. að lágmarki en laun þeirra sem ekki eru á taxtalaunum, heldur almennum mánaðarlaunum, hækka um 3,5% en þó að lágmarki um 23.750 kr. Til nánari útskýringar þá hækka mánaðarlaun sem eru yfir 678.586 kr. um 3,5%, en laun sem …
Breytingar á opnunartímum skrifstofu
Þann 2. janúar síðastliðinn tók í gildi nýr opnunartími á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi. Er opnun sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 15:00 Föstudaga 09:00 – 14:00 Minnum á að allar umsóknir fara í gegnum Mínar Síður.
Nýtt ár – nýr opnunartími
Stéttarfélag Vesturlands óskar félagsmönnum sínum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samskiptin á nýliðnu ári. Minnum á breyttan opnunartíma skrifstofu sem tók gildi við áramót. Skrifstofa félagsins við Sæunnargötu 2a er nú opin Mánudaga – Fimmtudags 09:00 – 15:00 Föstudaga 09:00 – 14:00. Mínar síður eru opnar allan sólarhringinn og fara allar umsóknir þar í gegn.
Víðsjárverð þróun víða í leikskólamálum
Formannafundur Starfgreinasambandsins þann 10. desember síðastliðinn, sendi frá sér ályktun um alvarlega þróun á vistunartíma barna á leikskólum víðsvegar um landið. Ráðgert er að daglegur vistunartími verði styttur í 6 klukkustundir en gjald fyrir dvalartíma umfram þann tíma verði hækkað verulega. Þessar breytingar hafa alvarlega afleiðingar í för með sér fyrir stóran hóp á vinnumarkaði sem hefur ekki enn fengið …
Ályktun formannafundar SGS – Virðing og SVEIT
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands varar starfsfólk í veitingageiranum við meintu „stéttarfélagi“ sem stofnað var nýverið og ber heitið Virðing. Virðing ber öll merki þess að vera gervi „stéttarfélag“, stofnað af hálfu atvinnurekenda í veitingageiranum, stendur utan heildarsamtaka launafólks og hefur gert gervikjarasamning sem er ekki í nokkru samræmi við þá lögmætu samninga sem eru í gildi í veitingageiranum. Þau kjör sem …
Opnunartími um jól og áramót og afgreiðsla styrkja
Skrifstofa Stéttarfélag Vesturlands verður lokuð milli jóla og nýjars en opið verður á þorláksmessu 23. desember frá klukkan 8:00 – 16:00. Opnum aftur hress og kát þann 2. janúar 10:00 – 15:00. Vakin er athygli á að síðasti dagur afgreiðslu úr sjúkrasjóði bæði styrkir og sjúkradagpeningar á árinu 2024 er 30. desember. Allar umsóknir vegna sjúkradagpeninga þurfa að berast í …
Breytingar á bótareglum sjúkrasjóðs
Á 152. fundi stjórnar sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands, þann 2. desember sl., voru samþykktar breytingar á bótareglum sjóðsins sem staðfestar voru á 79. fundi Trúnaðarráðs þann 11. desember síðastliðinn. Breytingar voru gerðar á bótaflokkum, styrk upphæðum sem og verklagsreglum úthlutunnar. Var ráðist í þessar breytingar til að einfalda og samþætta umsóknaferlið og minnka líkur á mistökum við afgreiðslu. Allir félagsmenn öðlast …
Fundarboð – opinn fundur Trúnaðarráðs
79. fundur Trúnaðarráðs Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í kvöld, 11. desember, klukkan 19:00 á Hótel Hamri. Dáskrá: Fundargerðir Trúnaðarráðs númer 77. og 78. – framlagning og afgreiðsla. Breytingar á fjárhæðum vegna Sjúkrasjóðs lagðar fram samkvæmt 22.gr. laga félagsins. Formannafundur SGS 10. desember sl. – fréttir af vettvangi. Farið yfir framboð til trúnaðarstarfa til uppstillingarnefndar. Önnur mál. Félagar fjölmennum!