Þann 3. júlí, undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá hafa samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar getað unað við. Þau fundarhöld báru loksins árangur. Félögin sem standa að samningnum eru: Aldan stéttarfélag, Báran …
SGS undirritar nýjan kjarasamning við ríkið
18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu þann 26.júní 2024 nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu. Samningnum fylgja nýjar launatöflur og munu laun hækka afturvirkt frá 1. apríl 2024. Samkvæmt launatöflu nýs samnings hækka laun …
Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB
Stéttarfélag Vesturlands og Menntaskóli Borgarfjarðar hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og vonumst til þess að nemendur nýti sér þetta vel. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaári. MB greiðir fyrsta tímann …
Bygging hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3.júní sl. í Alþýðuhúsinu sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi, ítrekar áskorun sem stjórn félagsins sendi Sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir rúmum 5 árum og fjallaði um að bjóða Bjargi íbúðafélagi til samstarfs um byggingu hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk. Rætt hefur verið við 3 sveitarstjóra um …
Öryggisnet fyrir öll
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn í Alþýðuhúsinu 3.júní sl. sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi skorar á stjórn félagsins að beita sér fyrir því á vettvangi þeirra landssambanda sem félagið á aðild að, að hafnar verði raunverulegar viðræður á almennum og opinberum markaði með það að leiðarljósi að tryggja sem bestan …
Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
Í gær undirritaði Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sinna nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær almennt ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu, þar gildir ferðaþjónustusamningur SGS og SA. Starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta fallið …
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a mánudaginn 3.júní kl 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum Önnur mál Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning. Góðar veitingar í boði. Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn! Stjórn Stéttarfélags Vesturlands Ársreikningar liggja nú frammi á skrifstofu félagsins
Lokað 10.maí og 13.maí – opnum kl 10:00 14.maí
Kæru félagsmenn Vegna starfsmannaferðar verður skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokuð dagana 10. og 13.maí nk. Við opnum aftur kl 10:00 14.maí. Við bendum á netfangið okkar stettvest@stettvest.is fyrir fyrirspurnir og svo mínar síður https://stettvest.is/leidbeiningar-fyrir-minar-sidur/ fyrir umsóknir. Dear members, Due to a staff trip, the office of the Vesturland Labor Union will be closed on May 10th and 13th. We will reopen at …
Takk fyrir komuna 1.maí
Takk allir saman fyrir komuna á baráttufundi okkar í Búðardal og Borgarnesi. Báðir fundir voru mjög vel sóttir og gengu mjög vel og virtust allir vera ánægðir með atriðin sem voru í boði enda voru þau frábær! Bestu þakkir fá allir sem komu fram þið stóðuð ykkur með sérstakri prýði. Veitingarnar á báðum stöðum stóðu einnig vel undir væntingum og …