Vegna slæmrar veðurspá verður skristofan í Hvalfjarðarsveit lokuð á morgun þriðjudaginn 8.12.2015. Stefnt er að því að hofa opið í staðinn á MIÐVIKUDAGINN 9.12.2015.
Lokað í dag á skrifstofunni í Hvalfjarðarsveit
Vegna slæms veðurútlits verður skrifstofa Stéttarfélagsins lokuð í dag 1.12.
Nýr samningur við sveitarfélögin undirritaður
Á föstudagskvöldið skrifaði Starfsgreinasamband Íslands (SGS) undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1.maí 2015 til 31.mars 2019, frekari upplýsingar má sjá hér
Lausar helgar í orlofshúsum
Í Ölfusborgum er mikið um lausar helgar og fátt betra en að skreppa aðeins austur fyrir fjall í kyrrðina. Í Húsafelli eru líka einhverjar lausar helgar. Í Kiðárskógi 1 er laust 6-8.nóv og 4-6.des. Í Kiðrárskógi 10 er laust 20-22.nóv. 11-13.des og 18-20.des eru lausar í báðum bústöðum í Húsafelli. Íbúðin í Reykjavík er þétt setin að vanda en þó mikið af lausum helgum eftir …
Ríkisstarfsmenn samþykktu nýjan kjarasamning
Niðurstaðan var mjög afgerandi – já sögðu 81,8% en nei sögðu 16,3% (auðir seðlar 1,9%). Alls voru 1.012 félagar á kjörskrá og greiddu 258 þeirra atkvæði (25,5% kjörsókn). Hér má sjá frekari upplýsingar um niðurstöðuna.
Breytingar á opnunartíma í Búðardal þessa vikuna
Því miður er ekki hægt að hafa skrifstofuna opna í Búðardal á morgun 29.10 eins og til stóð en stefnt er að því að hún verði opin 5.nóvember nk.
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið stendur yfir, 2 dagar eftir!
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið hófst fyrir viku síðan og stendur til 29.október nk. Atkvæðagreiðslan fer með rafrænum hætti. Allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið eru á kjörskrá. Til að greiða atkvæði er farið inn á síðu Starfsgreinasambandsins www.sgs.is og smellt á „kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þá ætti viðkomandi að geta greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fékk sent i …
Breytingar á opnunartíma í Búðardal í þessari viku
Því miður er ekki hægt að hafa skrifstofuna opna í Búðardal á morgun 15.10 eins og til stóð en mun í staðinn vera opið föstudaginn 16.10.
SGS og Flói semja við ríkið
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann 1. júní árið 2016 hækka laun um 5,5%, að lágmarki 15.000 krónur auk …
Opnunartímar í Búðardal í október
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal verður opin fimmtudagana 15/10 og 29/10 nk. frá kl 9:30-12:30