Stjórnarkjör 2025

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórnarkjör 2025   Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: Formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2025, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt kjörstjórn, fyrir kl. …

Við fordæmum siðlausa framgöngu gagnvart ræstingafólki – yfirlýsing ASÍ, SGS og Eflingar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélögum víðsvegar um land bárust þær fregnir á haustmánuðum 2024 að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um 20%. Á næstu misserum bárust fréttir um að fleiri fyrirtæki hefðu og eru að leika sama leik. Upp hófst mikil og löngu tímabær umfjöllun um störf og kjör ræstingafólks. En hverjar eru …

Leita eftir konum til að taka þátt í viðtalsrannsókn á félagslegum veruleika verkakvenna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Verkakonur, vellíðan og velferðarkerfið er yfirskrift rannsóknar sem Háskólinn á Akureyri ásamt Háskóla Íslands er að fara af stað með. Leita aðstandendur rannsóknarinnar nú eftir kvenkyns viðmælendum til að taka þátt en tilgangur rannsóknarinnar er að öðlast skilning á félagslegum veruleika verkakvenna. „Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á félagslegan veruleika, líkamlega og andlega heilsu, samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs og …

Sumarhús félagsins í Ölfusborgum selt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að selja sumarhús félagasins í Ölfusborgum. Ljóst var að húsið var komið á tíma varðandi viðhald ásamt fleirum kostnaðarsömum framkvæmdum sem lágu fyrir í hverfinu sjálfu. Þótti því réttast að þessu sinni að selja. Var það AFL starfsgreinasamband á Austurlandi er keypti og gengið hefur nú verið frá sölunni. …

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Uppstillingarnefnd auglýsir eftir félagsmönnum í trúnaðarstöður. Stéttarfélag Vesturlands auglýsir hér með eftir áhugasömum félagsmönnum til að gegna hinum ýmsu trúnaðarstöðum fyrir félagið. Félaginu er skipt í fimm deildir og hver þeirra hefur sérstaka stjórn. Iðnsveinadeildin hefur þriggja manna stjórn og tvo til vara. Deildir verslunar- og skrifstofufólks, Matvæla, flutninga- og þjónustu, Iðnaðar, mannvirkja- og stóriðju og Deild starfsfólks hjá ríki …

Ályktun formannafundar LÍV

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Landsamband íslenskra verzlunarmanna LÍV hélt formannafund sinn á dögunum. Fundurinn sendi frá sér tvær ályktanir þar sem annars vegar eru fordæmdar atlögu SVEIT að réttindum launafólks og hinsvegar þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af áformaðri hækkun leikskólagjalda í Fjarðabyggð. Framkoma Virðingar og SVEIT er að mati formannafundar LÍV atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu launafólk. …

Ungir leiðtogar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla er á að fræða þátttakendur um hreyfinguna, styrkja tengslanet og efla þá sem leiðtoga í lífi og starfi. Námskeiðið er sniðið að ungum félögum í verkalýðshreyfingunni, trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélaga og öðru ungu fólki í trúnaðarráðum af íslenskum og erlendum uppruna. Þrátt fyrir að ungt fólk (18-35 ára) sé stór hópur …

Félagsmannasjóður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða hjá stofnunum sem greiða eftir kjarasamningi SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2024 eiga rétt á greiðslu úr Félagsmannasjóði þann 1. febrúar nk. Í kjarasamningum sem samþykktur var í júlí sl. var samið um að hækka mánaðarlegt framlag atvinnurekanda um 0,7% frá 1. apríl 2024 og fer hann því úr 1,5% í …

Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt núgildandi kjarasamningi SGS og Samtaka Atvinnulífsins hækka laun þann 1. janúar 2025. Kauptaxtar hækka þá um 5,6% en 23.750 kr. að lágmarki en laun þeirra sem ekki eru á taxtalaunum, heldur almennum mánaðarlaunum, hækka um 3,5% en þó að lágmarki um 23.750 kr. Til nánari útskýringar þá hækka mánaðarlaun sem eru yfir 678.586 kr. um 3,5%, en laun sem …

Breytingar á opnunartímum skrifstofu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 2. janúar síðastliðinn tók í gildi nýr opnunartími á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi. Er opnun sem hér segir: Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 15:00 Föstudaga 09:00 – 14:00 Minnum á að allar umsóknir fara í gegnum Mínar Síður.