Kosning hafin á kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í hádeginu í dag var opnað fyrir atkvæðisgreiðslu á ný undirrituðum kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland. Ættu allir starfsmenn á kjörskrá að hafa fengið SMS um að kosning sé hafin með tengli inn á kosninguna sem er rafræn. Stendur atkvæðisgreiðslan til hádegis á þriðjudaginn 22. apríl nk. Hvetjum við félagsfólk okkar á kjörskrá að nýta kosningarétt sinn.

Ný regla um nám á erlendum vefsíðum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fræðslusjóðir 14. apríl, 2025 Landsmennt,  Ríkismennt, Sveitamennt Ný regla tekur gildi 1. maí um nám sem fram fer á erlendum vefsíðum: „Nám sem fram fer á erlendum vefsíðum, að undanskyldu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum, er ekki styrkt“. On the 1st of May a new regulation regarding distance learning on foreign websites will come into effect: „Courses held on foreign websites, with the exception of …

Atkvæðisfulltrúar á ársfund Festa lífeyrissjóðs

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands leitar að atkvæðisfulltrúa á ársfund Festa Lífeyrissjóðs. Þeir félagsmenn sem greiða í Festa eru kjörgengir. Félagið á rétt á að senda fjóra atkvæðisbæra fulltrúa til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga tiltæka til vara. Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að fylla þessi sæti. Framboðum þarf að skila til Stéttarfélags Vesturlands á netfangið stettvest@stettvest.is …

Kjarasamningur við Elkem Ísland undirritaður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Eins og fram hefur komið áður var kjarasamningur Elkem Ísland felldur ekki alls fyrir löngu. Var aftur komið saman að borðum og undirritaður svo nýr samningur þann 11. apríl sl. Þær breytingar urðu frá fyrri samning að dagmenn eru að fá 0,11% viðbót við sínar launabreytingar og hjá vaktmönnum náðist samkomulag um svokallaða rauða daga sem falla frá mánudegi til …

Kjarasamningur við Norðurál undirritaður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nýr kjarasamningur við Norðurál var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hækkun á fyrri taxta nemur 6,15%  frá 1. janúar 2025 sem og orlofs- og desemberuppbætur. Samningurinn gildir í 5 ár, fyrsta árið tekur til fyrrgreindar hækkunar og munu laun svo hækka samkvæmt 95% af launavísitölu Hagstofu Íslands sem og aðrir kjaraliðir næstu fjögur ár samningsins. Orlofs- og desemberuppbætur munu …

Leiga á sumarhúsum fyrir sumarið 2025 með breyttu sniði – engin úthlutun!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Því miður er nýja fína kerfið okkar að stríða okkur varðandi sumarúthlutun og því verðum við að breyta aðeins til, einungis þetta sumar 2025,  á næsta ári förum við aftur í gömlu góðu úthlutunina. Sunnudaginn 13.apríl kl 12:00 á hádegi munum við opna fyrir leigu fyrir sumarið 2025 og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær og engir punktar verða dregnir …

Aprílgabb

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Frétt á heimasíðu Stéttarfélags Vesturlands frá því í gær um nýtt orlofshús félagsins á Spáni var full ýkt, eða uppspuni frá rótum öllu heldur. Um aprílgabb var að ræða. Starfsfólk StéttVest fengu nokkur símtöl og skilaboð um hinn nýja orlofskost en engin kom þó á skrifstofu félagsins í gær til að spyrja. Má því segja að félagsmenn hafi séð við …

Lágmarkskauptaxtar hækka 1. apríl

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 7. mars 2024 var samið um kauptaxtaauka sem felur í sér að hækki launavísitala á almennum vinnumarkaði umfram umsamdar taxtahækkanir, hækka allir lágmarkskauptaxtar um sama hlutfall frá 1. apríl ár hvert. Sérstök launa- og forsendunefnd kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem skipuð er fulltrúum frá ASÍ og SA, kom saman til fyrsta fundar …

Kjarasamningur við Elkem Ísland felldur í kosningu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nýr kjarasamningur Stéttarfélags Vesturlands og fleiri félaga við Elkem Ísland var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. Á kjörskrá voru 151 og var kjörsókn 77,48%. Voru úrslit sem hér segir: Nei sögðu 68 eða 58,12% Já sögðu 45 eða 38,46% Þeir sem ekki tóku afstöðu voru 4 eða 3,42% Unnið er að því að ákvarða næstu skref. Mikilvægt er að greina í hverju óánægjan er fólgin og athuga …

Styrkir sem laun í skattframtali 2024

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sú leiðinlega villa varð við útkeyrslu gagna úr bókhaldskerfi Stéttarfélags Vesturlands að allir styrkir sem veittir voru á árinu 2024 til félagsmanna skráðust sem launatekjur inn á skattframtal þeirra. Styrkir frá stéttarfélögum eiga að fara í lið 2.3 í reit 96 á tekjublaði einstaklings og eru skattskyldir. Sjúkradagpeningar sem og greiðslur úr félagsmannasjóði eru ekki styrkir og eiga að færast …