Mansal á vinnumarkaði – fræðsla

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Mansal er ein grófasta birtingamynd mannréttindabrota og nauðsynlegt að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur séu meðvituð um þá vaxandi ógn sem mansal er. Talið er að nærri 21 milljón manns séu þolendur mansals í heiminum, þar af 16,5 milljónir í nauðungarvinnu. Þrátt fyrir alþjóðlega baráttu gegn mansali hefur vandinn vaxið síðustu ár og mun sennilega halda áfram að vaxa. Þó að …

Gagnræða – viðbrögð við fordómafullri umræðu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands sat á dögunum námskeið Samtakanna ’78 um skaðlega orðræðu í garð hinsegin fólks og hvernig hægt sé að bregðast við henni sem heildarsamtök launafólks bauð starfsfólki aðildarfélagana á. Námskeiðið sem bar yfirskriftina Gagnræða var stýrt af Þorbjörgu Þorvaldsdóttur samskipta- og kynningarstjóra Samtakana ’78. Fá höfum við farið varhluta af sívaxandi neikvæðri umræðu um hinsegin fólk og mörg …

Þjóð gegn þjóðarmorði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

[English and Polish below] Stjórn Stéttarfélags Vesturlands ákvað á síðasta stjórnarfundi sínum þann 27. ágúst sl. að sýna samstöðu með hópnum Samstaða fyrir Palestínu. Undirritaði formaður, fyrir hönd stjórnar, mótmælalista þar sem þjóðarmorði Ísraelsmanna á íbúum Gazastrandarinnar er mótmælt harðlega. ASÍ hefur ásamt stórum hópi annarra félagasamtaka, boðað til mótmæla víða um land þann 6. september næstkomandi. Þar verður helsta …

Persónuvernd launafólks – fræðsla

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Friðhelgi einkalífs er varin í 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttindi þessi eiga við á vinnustað sem og annars staðar. Ljóst er að tæknibylting undanfarinna ára hefur leitt af sér nýjar og áður óþekktar leiðir til inngrips inn í þennan rétt m.a. með rafrænni vöktun. Ljóst er að sama skapi að tækninýjungar hafa gefið atvinnurekendum leiðir …

Einelti – fræðsla

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er einelti skilgreint sem síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Reglugerðin byggir á vinnuverndarlögum, lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og …

Lokað föstudaginn 1. ágúst

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð á morgun, föstudag 1. ágúst. Opnum aftur á þriðjudag 5. ágúst klukkan 09:00. Minnum á að Mínar síður eru alltaf opnar og einnig er hægt að senda erindi á stettvest@stettvest.is. Óskum öllum félagsmönnum okkar gleðilegrar Verslunarmannahelgar og biðjum öll að fara varlega í umferðinni með ósk um örugga heimkomu.

Ertu á leið í frí?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands styður góða afþreyingu í sumarfríi síns félagsfólks. Á skrifstofu félagsins að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi getur félagsfólk nú nálgast spilastokk, buff, mikado og kúluspil sem er úrvals afþreying fyrir sumarfrí með góðum vinum og fjölskyldu. Auk þess eru margnota innkaupapokar, gleraugnaklútar og pennar mikið þarfaþing þegar pússa á sólgleraugun, versla fyrir fríið og skrifa niður stigin í góðri …

Lausar vikur orlofskosta sumarið 2025

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Opnað var fyrir pantanir á orlofskostum félagsins þann 13. apríl sl. Bókanir hafa farið mjög vel af stað og eru aðeins örfáar vikur eftir lausar. Allar eignir eru með vikuleigu nema íbúðin við Ásholt í Reykjavík. Í Grýluhrauni, sem er skiptibústaður félagsins í ár, staðsettur við Kerið á Suðurlandi eru eftirfarandi vikur lausar: 21. – 28. ágúst Í íbúð félagsins …

Lokum fyrr á morgun!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á morgun, 13. maí, lokar skrifstofa félagsins klukkan 11:30 vegna þátttöku starfsfólks á vinnustofu um kynbundna og kynferðislega áreitni og valdníðslu á vinnustöðum, ætluð sérstaklega fyrir starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar, sem fer fram á Hilton hótel Reykjavík. Opnum aftur á hefðbundnum tíma á miðvikudaginn klukkan 09:00. Minnum á að mínar síður eru alltaf opnar en einnig er hægt að senda erindi á …

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a 19. maí nk., klukkan 18:00. Þrír fundargestir fá óvæntan glaðning. Hvetjum félagsfólk til að mæta og hafa áhrif!