Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a 19. maí nk., klukkan 18:00. Þrír fundargestir fá óvæntan glaðning. Hvetjum félagsfólk til að mæta og hafa áhrif!
Lausar vikur orlofskosta sumarið 2025
Opnað var fyrir pantanir á orlofskostum félagsins þann 1. apríl sl. Bókanir hafa farið mjög vel af stað og eru aðeins örfáar vikur eftir lausar. Allar eignir eru með vikuleigu nema íbúðin við Ásholt í Reykjavík. Í Grýluhrauni, sem er skiptibústaður félagsins í ár, staðsettur við Kerið á Suðurlandi eru eftirfarandi vikur lausar: 5. – 12. júní 12. – 19. …
Takk fyrir komuna á 1. maí
Viljum við þakka kærlega fyrir komuna á baráttufund félagasins á 1. maí í Hjálmakletti Borgarnesi og Dalabúð í Búðardal. Báðir fundirnir voru vel sóttir. Yfirskrift fundanna í ár var Við sköpum verðmætin. í Borgarnesi var haldið upp á það að í haust verða 50 ár liðin frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður öll störf, launuð sem ólaunuð. Bar öll dagskrá …
1. maí í Búðardal
Baráttufundur Stéttarfélags Vesturlands og Kjalar stéttarfélags verður í Dalabúð á baráttudegi verkalýðsins á 1. maí klukkan 14:30. Hvetjum félagsfólk til að fjölmenna.
1. maí í Borgarnesi
Baráttufundur Stéttarfélags Vesturlands og Kjalar stéttarfélags verður í Hjálmakletti á baráttudegi verkalýðsins 1. maí klukkan 14:00. Yfirskrift fundarins er Við sköpum verðmætin og mun fundurinn í ár taka mið af 50 ára afmæli kvennafrídagsins því munu konur í héraði vera í forgrunni. Vekjum sérstaka athygli á örsýningu úr kvennasögu félagana. Kaffiveitingar að fundi loknum í umsjá 9. bekkjar Grunnskóla Borgarness. …
Aðalfundir deilda
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Dagskrá: Kynning á vegum ASÍ Kaffihlé Vemjubundin aðalfundastörf deildanna Önnur mál. Hvetjum félagsmenn í öllum deildum til að mæta og hafa áhrif!
Samningar við Norðurál og Elkem Ísland samþykktir
Kosningu um kjarasamninga við Norðurál og Elkem Ísland lauk í hádeginu í dag. Voru báðir samningar samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Niðurstaða atkvæðisgreiðslu var eftirfarandi: Elkem Ísland: Já sögðu: 104 eða 80,62% Nei sögðu: 19 eða 17,73% Tóku ekki afstöðu: 6 eða 4,65% Kosningaþátttaka: 129 eða 85,43% Norðurál: Já sögðu: 366 eða 72,76% Nei sögðu: 121 eða 24,06% …
Kosning hafin á kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland
Í hádeginu í dag var opnað fyrir atkvæðisgreiðslu á ný undirrituðum kjarasamningum við Norðurál og Elkem Ísland. Ættu allir starfsmenn á kjörskrá að hafa fengið SMS um að kosning sé hafin með tengli inn á kosninguna sem er rafræn. Stendur atkvæðisgreiðslan til hádegis á þriðjudaginn 22. apríl nk. Hvetjum við félagsfólk okkar á kjörskrá að nýta kosningarétt sinn.
Ný regla um nám á erlendum vefsíðum
Fræðslusjóðir 14. apríl, 2025 Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt Ný regla tekur gildi 1. maí um nám sem fram fer á erlendum vefsíðum: „Nám sem fram fer á erlendum vefsíðum, að undanskyldu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum, er ekki styrkt“. On the 1st of May a new regulation regarding distance learning on foreign websites will come into effect: „Courses held on foreign websites, with the exception of …
Atkvæðisfulltrúar á ársfund Festa lífeyrissjóðs
Stéttarfélag Vesturlands leitar að atkvæðisfulltrúa á ársfund Festa Lífeyrissjóðs. Þeir félagsmenn sem greiða í Festa eru kjörgengir. Félagið á rétt á að senda fjóra atkvæðisbæra fulltrúa til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga tiltæka til vara. Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að fylla þessi sæti. Framboðum þarf að skila til Stéttarfélags Vesturlands á netfangið stettvest@stettvest.is …