jólaopnun og styrkir

admin Fréttir

Skrifstofa Stéttarfélag Vesturlands verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag en annars opin á hefðbundum tíma frá kl:8-16. Í dag 21.des er búðið er að greiða út styrki úr sjúkrasjóði, menntasjóðum og sjúkradagpeninga fyrir desember 2018.

Vinnutími lengist og álag eykst!

admin Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands lét  nú í þriðja sinn gera Gallup könnun meðal félagsmanna um laun og viðhorf þeirra. Félögin þrjú sem voru í  samvinnu að þessu sinni eru Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Stétt Vest. Könnunin var gerð frá því í ágúst og fram í nóvember sl. Félögin láta skoða ýmsa þætti kjaramálanna í árlegum könnunum. …

Trúnaðarráð og trúnaðarmenn, fundur í kvöld

admin Fréttir

53. fundur Trúnaðarráðs og samninganefndar Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 11.12. 2018 kl. 19:00 DAGSKRÁ: Boðið verður upp á kvöldverð og spjall Gallupkönnun Stéttarfélags Vesturlands Kröfur og kjör, Tómas Bjarnason kynnir niðurstöður Staðan í kjarasamningum SGS og SA Önnur mál. Félagar fjölmennið og takið þátt í umræðum

KONUR TAKA AF SKARIÐ – ATH FRESTAÐ

admin Fréttir

ATHUGIÐ NÁMSKEIÐINU HEFUR VERIÐ FRESTAÐ TIL SUNNUDAGSINS 3.MARS 2019 Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið? Fimmtudaginn 22.nóvember frá kl 8:30-15:30 verður haldið námskeið fyrir allar konur sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum  sveitarfélaganna í sal Stéttarfélags Vesturlands þeim að kostnaðarlausu. Dagskrá: Að bjóða kynjakerfinu birginn Staða verkalýðsbaráttunnar í dag Uppbygging verkalýðsfélaganna Leiðtogaþjálfun Að hafa …

KVENNAFRÍ 2018

admin Fréttir

Samstöðufundur í Hjálmakletti kl 15:15 þar sem sýnt verður frá Baráttufundi á Arnarhóli – Endilega fjölmennum https://www.facebook.com/events/273579503291145/

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

admin Fréttir

Þann 16.október skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og formaður Stéttarfélags Vesturlands, fyrir hönd sjúkrasjóðs félagsins, undir samkomulag um stuðning við nemendur sem stunda nám í MB í formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands hefur styrkt nemendur MB með þessum hætti síðustu tvö skólaár en að þessu sinni var gerður samningur til tveggja ára og er hugsaður sem forvörn gegn brottfalli nemenda …

Þing Alþýðusambands Íslands 2018 – Fulltrúakjör

admin Fréttir

Samkv. lögum Stéttarfélags Vesturlands skal viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við val fulltrúa á þing ASÍ. Félagið á rétt til að senda 3 fulltrúa á fundinn, sem fram fer á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík dagana 24., 25. og 26. okt. 2018. Framboðslistum, þar sem tilgreindir eru 2 aðalfulltrúar frá SGS-deildunum og 1 frá LÍV-deild og jafnmargir varafulltrúar, ásamt tilskyldum fjölda meðmæla fullgildra …

Kjarakönnun 2018 – tökum þátt!!

admin Fréttir

Tökum vel á móti Gallup – Nú hafa tveir vinningshafar frá Stétt Vest verið dregnir út – verður þú sá næsti???? Stéttarfélag Vesturlands leitar til félagsmanna sinna og biður þá um að svara könnun um kjör sín, viðhorf og starfsaðstæður.  Félagið nýtir könnunina til móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Gallup sér um að senda …

Opinn fundur Trúnaðarráðs 19.sept nk.

admin Fréttir

Opinn fundur Trúnaðarráðs Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn miðvikudaginn 19.september kl:19:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a Fundarefni: Kjör fulltrúa á 43.þing ASÍ Kjaramálin – kröfur – kaupmáttur eða krónur Önnur mál Félagar fjölmennið og látið skoðanir ykkar ljós