Bygging hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3.júní  sl. í Alþýðuhúsinu sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi, ítrekar áskorun sem stjórn félagsins sendi Sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir rúmum 5 árum og fjallaði um að bjóða Bjargi íbúðafélagi til samstarfs um byggingu hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk. Rætt hefur verið við 3 sveitarstjóra um …

Öryggisnet fyrir öll

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn í Alþýðuhúsinu 3.júní sl. sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi skorar á stjórn félagsins að beita sér fyrir því á vettvangi þeirra landssambanda sem félagið á aðild að, að hafnar verði raunverulegar viðræður á almennum og opinberum markaði með það að leiðarljósi að tryggja sem bestan …

Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í gær undirritaði Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sinna nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær almennt ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu, þar gildir ferðaþjónustusamningur SGS og SA. Starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta fallið …

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a mánudaginn 3.júní kl 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum Önnur mál Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning. Góðar veitingar í boði. Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn! Stjórn Stéttarfélags Vesturlands Ársreikningar liggja nú frammi á skrifstofu félagsins 

Lokað 10.maí og 13.maí – opnum kl 10:00 14.maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Vegna starfsmannaferðar verður skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokuð dagana 10. og 13.maí nk. Við opnum aftur kl 10:00 14.maí. Við bendum á netfangið okkar stettvest@stettvest.is fyrir fyrirspurnir og svo mínar síður https://stettvest.is/leidbeiningar-fyrir-minar-sidur/ fyrir umsóknir. Dear members, Due to a staff trip, the office of the Vesturland Labor Union will be closed on May 10th and 13th. We will reopen at …

Takk fyrir komuna 1.maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Takk allir saman fyrir komuna á baráttufundi okkar í Búðardal og Borgarnesi. Báðir fundir voru mjög vel sóttir og gengu mjög vel og virtust allir vera ánægðir með atriðin sem voru í boði enda voru þau frábær! Bestu þakkir fá allir sem komu fram þið stóðuð ykkur með sérstakri prýði. Veitingarnar á báðum stöðum stóðu einnig vel undir væntingum og …