Langar þig í bústað um páskana? Kiðárskógur 10 var að losna og gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Til að bóka er hægt að smella á bláa hnappinn hér til hliðar eða fara inn hér. Einnig bendum við á að það er laust í Ölfusborgum nær allar helgar í apríl – um að gera að skella sér í smá afslöppun …
Varst þú á staðnum?
Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) og göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness. Fyrir þá sem misstu af er hægt að horfa hér við mælum …
LANGAR ÞIG Í BÚSTAÐ Í SUMAR??
Í dag 15.mars er opnað fyrir umsóknir um sumarorlofstímabil og stendur til og með 20.apríl nk. Í boði eru eins og áður tvö hús í Húsafelli Kiðárskógur 1 og Kiðárskógur 10, eitt hús í Ölfusborgum og ný glæsileg íbúð á Akureyri Ásatún 26. Til að sækja um er félagsmönnum bent á nýja vefinn okkar http://orlof.is/stettvest/ eða skila til okkar umsóknareyðublaði sem má finna hér en …
Orlofshúsavefur
Eins og sjá má á hnapp hér til hliðar hefur Stéttarfélag Vesturlands tekið inn nýjan orlofshúsavef og geta nú félagar sjálfir séð um að bóka á sig orlofshús eða íbúð. Til þess að skrá sig inn þarf viðkomandi félagsmaður að hafa íslykil eða rafræn skilríki en allar frekar leiðbeingar eru að finna á hnappnum fyrir neðan. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta …
Styðjum aðgerðir Hlífar!
Trúnaðarráð Stéttarfélags Vestulands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, sem beinast að útskipun á áli frá Rio Tinto Alcan á Íslandi. Framkoma forsvarsmanna fyrirtækisins sem ganga í störf hafnarverkamanna, er fyrirtækinu til háðungar. Stéttarfélag Vesturlands skorar á Samtök atvinnulífsins að knýja þetta aðildarfélag sitt til að ganga til samninga við verkalýðsfélögin sem samið hafa …
ASÍ 100 ára !! Viltu koma á tónleika? (fréttatilkynning)
Á hádegi í dag opnar fyrir miðapantanir á www.tix.is fyrir þá sem vilja koma og fagna með okkur þann 12.mars næstkomandi. Öllum félagsmönnum stendur til boða að fá miða á spennandi tónleikaveislu í Hörpunni. Í boði eru 6 miðar á mann en athugið að taka ekki fleiri miða en þið ætlið að nota. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast …
Nýji kjarasamningurinn
Í gær var samþykktur nýr kjarasamningur með miklum meirihluta eins og kemur fram í frétt hér til hliðar. Samningurinn flýtir launabreytingum og hækkar þær og gildir hann frá 1.janúar 2016 til 31.desember 2018. Samninginn í heild sinni er hægt að sjá hérLaunataxta má sjá hér og kynningu má sjá hérEf eitthvað er óljóst hvetjum við fólk til að hafa …
Rúmlega 91% sögðu JÁ
Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag. Já sögðu 9.274 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.
Nýtið kosningaréttinn!!
Nú eru 2 dagar þar til kosningu lýkur – endilega nýtið kosningaréttinn kæru félagar, þið ættuð að hafa fengið sent lykilorði í pósti. Þið getið kosið með því að ýta græna hnappinn hér til hægri