Frétt af vef ASÍ. Ríki og sveitarfélög hafa á síðustu árum aukið álögur á heimilin með ítrekuðum hækkunum á gjaldskrám og neyslusköttum. Þessar hækkanir skila sér beint út í verðlag og valda aukinni verðbólgu. Frá árinu 2008 hefur opinber þjónusta hækkað um ríflega 35% auk þess sem auknar álögur á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa valdið um þriðjungs hækkun á …
Þeim fjölgar sem leggjast gegn uppsögn samninga
Þessa dagana berast fréttir af fundarhöldum samninganefnda landssambanda og einstakra stéttarfélaga sem skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins 5. maí 2011. Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem miðast við 1. febrúar 2013. Þar eru tilgreindir nokkrir mælikvarðar sem skoða þarf fyrir 21. janúar 2013. Sérstök forsendunefnd metur hvort forsendur standast og síðan er það samninganefnd ASÍ sem gengur endanlega frá því …
Félagsfréttir Stéttarfélags Vesturlands koma út í dag
Fréttabréf Stéttarfélags Vesturlands er komið glóðvolgt úr prentun og verður borið út í hvert hús á félagssvæðinu í dag/morgun auk þess á lögheimili þeirra félagsmanna sem búa utan svæðis. Hægt er að nálgast Félagsfréttirnar á pdf formi hér á vefnum með því að smella á myndina.
Greiðum dagpeninga og styrki fyrir jól!
Greiðsla dagpeninga og styrkja úr Sjúkrasjóði og fræðslusjóðum vegna desembermánaðar fer fram 21. desember nk. og verður það síðasti greiðsludagur á þessu ári.Skila þarf gögnum til félagsins í síðasta lagi kl. 16:00 fimmtudaginn 20. desember nk. til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt í lok janúar 2013. Starfsmenn
Orlofshúsið í Húsafelli laust um helgina vegna forfalla!
Orlofshús Stéttarfélagsins við Kiðárskóga í Húsafelli er laust um komandi helgi vegna forfalla. Þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær um þennan umsetna dvalarstað okkar. Hægt er að panta í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is
Hver er desemberuppbótin árið 2012?
Samkvæmt þeim kjarasamningum, sem Stéttarfélag Vesturlands er aðili að, ber að greiða launafólki desemberuppbót fyrir árið 2012, sem hér segir: Starfsfólk sveitarfélaga, samningur SGS og SNS, kr. 78.200 Verslunar- og skrifstofufólk, samningur LÍV og SA, 57.300 Verkafólk, samningur SGS og SA, 50.500 Iðnaðarmenn, samningar Samiðnar og SA, 50.500 Samningar SGS við ríkið 50.500Norðurál ehf., Hvalfjarðarsveit 146.522Elkem hf., …
Íbúðin í Furulundi og hús í Ölfusborgum laust!
Íbúð Stéttarfélags Vesturlands við Furulund á Akureyri er laus um helgina. Einnig er orlofshúsið í Ölfusborgum laust og gildir um báða kostina að fyrstur kemur fyrstur fær. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is til að bóka.
Látið þið lífeyrissparnaðinn okkar vera!
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þann 27. nóvember 2012: Stjórn Stéttarfélags Vesturlands styður eindregið ályktun miðstjórnar ASÍ frá 14. nóvember sl. þar sem skattlagningu á lífeyrisréttindi almenns launafólks er mótmælt. Félagið skorar á þá lífeyrissjóði sem félagsmenn þess eiga aðild að, að taka þátt í að skoða hvort forsendur eru fyrir því að fá þessari …
Algengustu bökunarvörur hækka umtalsvert milli ára
Þær bökunarvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 13. nóvember sl. hafa hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember í fyrra hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni. Áberandi eru miklar verðhækkanir í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Vinsæl bökunarvara eins og Ljóma smjörlíki hefur hækkað um 12-18%, Pillsbury hveiti hefur hækkað um 8-20% …
Skrifstofa Stéttarfélagsins lokuð hluta föstudags!
Föstudaginn 16. nóvember verður skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokuð frá kl. 9:45 til kl.15:15. Starfsmenn félagsins verða á samráðsfundi hjá Vinnumálastofnun Vesturlands á Akranesi. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar ef þessi lokun veldur vandkvæðum. Bent er á að ef hringt er í síma formanns 894-9804 verður haft samband til baka, strax og tækifæri gefst. Starfsmenn