Stéttarfélag Vesturlands óskar eftir orlofshúsi til leigu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands  óskar eftir vönduðu orlofshúsi til leigu, til framleigu fyrir félagsfólk sitt næstu mánuðina. Draumastaður er á suðurlandinu en allt kemur til greina og öllum tilboðum verður svarað. Áhugsasöm sendi tilboð á stettvest@stettvest.is fyrir 22.febrúar nk. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir Lýsing á húsi og það sem því fylgir ásamt góðum myndum Staðsetning eignar Fjöldi gistiplássa  

Breytingar á reglum vegna styrkja hjá Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar og skrifstofufólks

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Landsmennt – breytingar verða sem hér segir: Hlutfall styrkja til fyrirtækja og einstaklinga hækkar úr 80% í 90%. Fyrirtækjastyrkir: Hlutfall styrkja hækkar úr 80% í 90%. Þak á hámarksgreiðslur styrkja til fyrirtækja hækkar úr 3 mkr. á ári í 4 mkr. Einstaklingsstyrkir: Hlutfall einstaklingsstyrkja hækkar úr 80% í 90% en hámark heldur sér í kr.130.000.-. Ný regla: Félagsmenn sem ekki …

Iðnaðarmenn í Stéttarfélagi Vesturlands athugið – vinnutími samræmdur frá 1. febrúar 2024

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið. Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 …

Fréttamolar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Greiðslur dagpeninga úr Sjúkrasjóði Stéttarfélags Vesturlands hafa aukist milli áranna 2022 og 2023 um tæpar 11 millj. króna. Styrkir eru um 1200 þúsund krónum hærri. Samtals  hafa verið  greiddir dagpeningar og styrkir úr sjóðnum árið 2023 að upphæð 57,3 milljónir, sem er aukning um 11,8 rúmar milljónir. Alls fengu 40 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga á árinu 2023 í 3043 daga. Vegna …

Prís – Verðlagsapp ASÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Prís er nýtt smáforrit á vegum verðlagseftirlits ASÍ. Með smáforritinu geta notendur á augabragði skoðað mismunandi verðlagningu vara á milli verslana. Forritið er kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði. Forritið var unnið af Alþýðusambandi Íslands en …

Jólamolar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagar Um leið og við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári langar okkur að segja ykkur smá fréttir af félaginu okkar 🙂 Í desember styrktum við jólaaðstoð í nærsamfélaginu okkar um 1.200.000.- og vonum við að þeir peningar komi sér til skila á góða staði sem þurfa á þeim að halda Orlofshúið okkar …

Opnunartími um jól og áramót og afgreiðslur styrkja og dagpeninga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Skrifstofa félagsins verður opin sem hér segir milli jóla og nýjárs 27.desember  lokað 28.desember milli 8 og 16 29.desember milli 8 og 14 2.janúar 2023 milli 10 og 16 Sjúkradagpeningar vegna desember verða afgreiddir 29.desember Styrkir úr sjúkrasjóði, menntasjóði og orlofssjóði verða afgreiddir næst 15.desember og svo 29.desember og er það síðasta afgreiðsla þessa árs. Umsóknir og gögn …

Við minnum á desemberuppbótina

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Desemberuppbót Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbótin er mishá eftir kjarasamningum. Desemberuppbótin árið 2023 er kr. 103.000,- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA, Samiðn og SA …

Breyting á endurgreiðslu vegna hótelgistingar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Frá og með deginum í dag hefur stjórn orlofssjóðs ákveðið að hækka endurgreiðslur til félagsmanna vegna hótelgistingar í 10.000 kr. hámark 70.000 á ári. Greiðum niður gistinótt um kr. 10.000 hámark 70.000 á ári. Með því að koma með löglegan reikning stílaðan á nafn og kt félagsmannsins á skrifstofu félagsins er hægt að fá endurgreiðslu á hótelgistingu innanlands. …