Takk allir saman fyrir komuna á baráttufundi okkar í Búðardal og Borgarnesi. Báðir fundir voru mjög vel sóttir og gengu mjög vel og virtust allir vera ánægðir með atriðin sem voru í boði enda voru þau frábær! Bestu þakkir fá allir sem komu fram þið stóðuð ykkur með sérstakri prýði. Veitingarnar á báðum stöðum stóðu einnig vel undir væntingum og …
Endurskoðun launa félagsliða hjá sveitarfélögum
Endurskoðun launa Félagsliða og starfsólks við veitur hjá sveitarfélögum er lokið og gildir hækkun launa afturvirkt frá 1. janúar 2024. Laun félagsliða hækka mismunandi mikið eftir starfssviði og þá kemur inn nýtt starf sem heitir Félagsliði á heimili fyrir fatlað fólk (þyngri þjónusta) sem raðast í launaflokk 141. Þá er umtalsverð breyting hjá félagsliðum á hjúkrunar og dvalarheimilum sem fara …
Nýtt! „Mínar síður“
Loksins loksins – Við höfum tekið í gagnið mínar síður fyrir félagsmenn okkar. Þar geta félagsmenn sótt um styrki og sjúkradagpeninga og í sumar sótt um orlofshús og íbúðir en leigur haustsins munu vera bókaðar þar í gegn en sumarið áfram í gegnum gamla orlofsvefinn. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur síðurnar hér: https://stettvest.is/leidbeiningar-fyrir-minar-sidur/
Fréttir af orlofshúsum / íbúðum
Kæru félagsmenn Íbúðin í Reykjavík, Ásholt 2, kemur aftur í leigu fyrir félagsmenn 15.apríl – búið er að opna fyrir bókanir hér: https://orlof.is/stettvest/ Þar má einnig sjá þau orlofshús sem eru laus í sumar og fóru ekki í leigu í úthlutun. Um alla orlofskosti gildir nú fyrstur kemur fyrstur fær.
Sumarhús í sumar – Holiday home for the summer
Kæru félagsmenn Nú er búið að úthluta fyrir sumarið – þeir sem fengu úthlutað ættu að hafa fengið póst með link inn í til að fara í og greiða. Athugið að þið hafið til miðnættis 2.apríl til að greiða fyrir umsóknina sé hún ekki greidd fyrir þann tíma er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að nota orlofshúsið. Klukkan …
KIÐÁRSKÓGUR 10 ER KOMINN Í LEIGU
Kæru félgsmenn Kiðárskógur 10 kemur aftur í leigu um páskana hægt er að bóka hér: https://orlof.is/stettvest/ Húsið er orðið hið glæsilegasta en þó eru nokkur smáatriði eftir t.d er ekki komin nein svefnaðstaða á háaloftið. En það sem er búið að gera er: allt húsið málað bæði innan og utan, nýtt eldhús, búið að færa baðherbergi þar sem þvottahús var, …