Loksins loksins – Við höfum tekið í gagnið mínar síður fyrir félagsmenn okkar. Þar geta félagsmenn sótt um styrki og sjúkradagpeninga og í sumar sótt um orlofshús og íbúðir en leigur haustsins munu vera bókaðar þar í gegn en sumarið áfram í gegnum gamla orlofsvefinn. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur síðurnar hér: https://stettvest.is/leidbeiningar-fyrir-minar-sidur/
Fréttir af orlofshúsum / íbúðum
Kæru félagsmenn Íbúðin í Reykjavík, Ásholt 2, kemur aftur í leigu fyrir félagsmenn 15.apríl – búið er að opna fyrir bókanir hér: https://orlof.is/stettvest/ Þar má einnig sjá þau orlofshús sem eru laus í sumar og fóru ekki í leigu í úthlutun. Um alla orlofskosti gildir nú fyrstur kemur fyrstur fær.
Sumarhús í sumar – Holiday home for the summer
Kæru félagsmenn Nú er búið að úthluta fyrir sumarið – þeir sem fengu úthlutað ættu að hafa fengið póst með link inn í til að fara í og greiða. Athugið að þið hafið til miðnættis 2.apríl til að greiða fyrir umsóknina sé hún ekki greidd fyrir þann tíma er litið svo á að viðkomandi ætli ekki að nota orlofshúsið. Klukkan …
KIÐÁRSKÓGUR 10 ER KOMINN Í LEIGU
Kæru félgsmenn Kiðárskógur 10 kemur aftur í leigu um páskana hægt er að bóka hér: https://orlof.is/stettvest/ Húsið er orðið hið glæsilegasta en þó eru nokkur smáatriði eftir t.d er ekki komin nein svefnaðstaða á háaloftið. En það sem er búið að gera er: allt húsið málað bæði innan og utan, nýtt eldhús, búið að færa baðherbergi þar sem þvottahús var, …
Samningur milli LÍV og SA samþykktur
Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félaga LÍV í kosningu um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins liggja nú fyrir. Kjarasamningur LIV við SA var samþykktur með 88,08% atkvæða í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 628 félagsfólk í félögum innan LÍV og nei sögðu 66 eða 9,26%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 19 eða 2,66%. Á kjörskrá …
LÍV – atkvæðagreiðsla hefst kl 10:00 18.mars
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins hefst á slaginu kl. 10:00 í dag 18.mars og stendur til kl. 12:00 fimmtudaginn 21. mars. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag. Hægt er að greiða atkvæði um samninginn hér: – https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/480?lang=IS Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Atkvæðisrétt eiga allir …
Samiðn – atkvæðagreiðsla hefst kl 12:00 12.mars 2024
Klukkan 12 á hádegi í dag, 12.mars, hefst atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins, sem lýkur 19. mars nk. kl. 12:00 á hádegi. Allir sem eru á kjörskrá aðildarfélaga fá sendan hlekk til atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst eða sms, ef upplýsingar eru til staðar. Einnig er hægt að greiða atkvæði með því að fara í gegnum eftirfarandi …
SGS – atkvæðagreiðsla hefst kl 12:00 13.mars 2024
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins hefst á slaginu kl. 12:00 í dag 13.mars og stendur til kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag. Hægt er að greiða atkvæði um samninginn hér: – Kosningarvefur Advania (vottun.is) Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Atkvæðisrétt eiga …