Kæru félagsmenn Sumarið 2024 bjóðum við upp á eftirfarandi orlofskosti: Kiðárskógur 1 – þægilegur bústaður í Húsafelli, heitur pottur og lokaður pallur, dýrahald leyft. Kiðárskógur 10 – glæsilegt hús sem er nýuppgert í Húsafelli, heitur pottur, pallur og kósý. Ölfusborgir – lítill krúttlegur bústaður í Ölfusborgum, heitur pottur, pallur og rómó. Ásatún 26, Akureyri – 4 herbergja íbúð vel staðsett …
Orlofshús og íbúðir – opnað fyrir mars, apríl og maí
Kæru félagsmenn Stéttarfélag Vesturlands er á leið inn í nýtt félagakerfi sem verður kynnt von bráðar. Þar inni mun vera hægt að sækja um styrki bæði orlofs og menntastyrki, skoða stöðuna sína og skrá rétt starfsheiti, sækja um orlofshús og margt fleira. Því miður er þetta ekki alveg orðið klárt svo við höfum opnað í gamla orlofskerfinu okkar fyrir mars, …
Stjórnarkjör 2024
Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2024, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2a Borgarnesi, beint til formanns kjörstjórnar, Eyglóar Lind, eða …
Breyttar verklagsreglur við afgreiðslur á styrkjum úr sjúkrasjóði og menntasjóðum
Kæru félegsmenn Við vekjum athygli á breyttum verklagsreglum við afgreiðslur styrkja og hvetjum ykkur til að kynna ykkur þær vel Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt má sjá hér https://landsmennt.is/landsmennt/breytingar-a-reglum-skilyrdum/ Starfsmennasjóður verslunar og skrifstofufólks má sjá hér https://www.starfsmennt.is/starfsreglur/ (við vekjum sérstaklega athygli á lið 3) Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands má sjá hér https://stettvest.is/sjukrasjodur/verklagsreglur/
Stéttarfélag Vesturlands óskar eftir orlofshúsi til leigu
Stéttarfélag Vesturlands óskar eftir vönduðu orlofshúsi til leigu, til framleigu fyrir félagsfólk sitt næstu mánuðina. Draumastaður er á suðurlandinu en allt kemur til greina og öllum tilboðum verður svarað. Áhugsasöm sendi tilboð á stettvest@stettvest.is fyrir 22.febrúar nk. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir Lýsing á húsi og það sem því fylgir ásamt góðum myndum Staðsetning eignar Fjöldi gistiplássa
Breytingar á reglum vegna styrkja hjá Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar og skrifstofufólks
Landsmennt – breytingar verða sem hér segir: Hlutfall styrkja til fyrirtækja og einstaklinga hækkar úr 80% í 90%. Fyrirtækjastyrkir: Hlutfall styrkja hækkar úr 80% í 90%. Þak á hámarksgreiðslur styrkja til fyrirtækja hækkar úr 3 mkr. á ári í 4 mkr. Einstaklingsstyrkir: Hlutfall einstaklingsstyrkja hækkar úr 80% í 90% en hámark heldur sér í kr.130.000.-. Ný regla: Félagsmenn sem ekki …
Iðnaðarmenn í Stéttarfélagi Vesturlands athugið – vinnutími samræmdur frá 1. febrúar 2024
Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið. Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 …
Til launagreiðenda á félagssvæði Stéttarfélags Vesturlands
Eindagi iðgjalda vegna desember 2023 er 31.janúar 2024. Þeir launagreiðendur sem skulda eldri iðgjöld er hvattir til að gera skil hið fyrsta til að komast hjá kosnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Stéttarfélag Vesturlands
Fréttamolar
Greiðslur dagpeninga úr Sjúkrasjóði Stéttarfélags Vesturlands hafa aukist milli áranna 2022 og 2023 um tæpar 11 millj. króna. Styrkir eru um 1200 þúsund krónum hærri. Samtals hafa verið greiddir dagpeningar og styrkir úr sjóðnum árið 2023 að upphæð 57,3 milljónir, sem er aukning um 11,8 rúmar milljónir. Alls fengu 40 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga á árinu 2023 í 3043 daga. Vegna …
Prís – Verðlagsapp ASÍ
Prís er nýtt smáforrit á vegum verðlagseftirlits ASÍ. Með smáforritinu geta notendur á augabragði skoðað mismunandi verðlagningu vara á milli verslana. Forritið er kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði. Forritið var unnið af Alþýðusambandi Íslands en …