Baráttufundur Stéttarfélags Vesturlands og Kjalar stéttarfélags verður í Hjálmakletti á baráttudegi verkalýðsins 1. maí klukkan 14:00. Yfirskrift fundarins er Við sköpum verðmætin og mun fundurinn í ár taka mið af 50 ára afmæli kvennafrídagsins því munu konur í héraði vera í forgrunni. Vekjum sérstaka athygli á örsýningu úr kvennasögu félagana. Kaffiveitingar að fundi loknum í umsjá 9. bekkjar Grunnskóla Borgarness. Bíósýning í Óðal fyrir yngstu kynslóðina byrjar klukkan 12:00, popp og svali í boði. Hvetjum félagsfólk að fjölmenna.
