85% sögðu já við nýjum kjarasamningi Norðuráls

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Norðuráls lauk á hádegi. Atkvæði hafa verið talin og það er óhætt að segja að samningurinn hafi fallið í góðan jarðveg hjá starfsmönnum en 85,4% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já.


 


Það voru um 90% þeirra sem höfðu kosningarétt sem tóku þátt:


 


426 greiddu atkvæði


Já sögðu 364 eða 85,4%


Nei sögðu 62 eða 14,5%


1 skilaði auðu sem er 0,1%
 


Þessi niðurstaða sýnir svo ekki verður um villst að almenn ánægja er með samninginn. Kjaraviðræðurnar sem hófust í lok október höfðu staðið í tæplega sex mánuði. Gildistími samningsins er frá 1.01. 2010 – 31.12. 2014. Starfsmenn munu fá auka útborgun fyrir miðjan maí þar sem greiddur verður mismunur á áður útgreiddum launum frá áramótum og umsömdum launum, auk eingreiðslu sem samið var um kr. 150.000. Í samninganefnd þeirra fimm stéttarfélaga sem að samningnum standa voru fyrir hönd Stéttarfélags Vesturlands, Signý Jóhannesdóttir formaður félagsins og Ívar Örn Hauksson trúnaðarmaður og formaður IMS deildar félagsins. Þess má geta að fundað var í deilunni yfir 30 sinnum.


Á meðfylgjandi mynd sést Signý undirrita samninginn og við hlið hennar er Hilmar Harðarson formaður FIT-ar.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei