Stéttarfélagið styrkir Landsmót UMFÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands ákvað á fundi sínum 27. maí sl. að styrkja Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi 30. júlí til 1. ágúst 2010. Styrkurinn nemur kr. 500.000 og kemur að hluta úr félagssjóði og að hluta úr Sjúkrasjóði félagsins. Sú ákvörðun var tekin af stjórn félagsins fyrir um tveimur árum að hafna öllum styrkbeiðnum á landsvísu, sem dynja á félaginu allan ársins hring, en taka þess í stað sjálfstæða ákvörðun einu sinni á ári um að styrkja einhver verkefni með myndarlegum hætti.


Stjórn félagsins telur að Unglingalandsmótið sé mjög verðugt verkefni að styðja, þar sé um að ræða stóran félagslegan viðburð, sem hafi mikið forvarnargildi og hvetji til
heilbrigðs lífernis.


Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkurinn var afhentur
á fundi undirbúningsnefndar mótsins 2. júní, á henni eru frá vinstri: Björn Bjarki Þorsteinsson formaður nefndarinnar, Sigurþór Óskar Ágústsson varaformaður Stéttarfélags Vesturlands, Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands.   


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei