Ránargata 11 í Reykjavík verður leigð áfram næsta árið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Reynslan af útleigu á íbúðinni í Reykjavík hefur verið góð. Þetta fór hægt af stað í fyrra sumar  en í


mest allan vetur hafa helgarnar verið leigðar tvo mánuði fram í tímann. Virku dagarnir hafa svo  farið út, þó með minni fyrirvara og komið hefur fyrir að ekki takist að leigja samfellt. Á aðalfundi félagsins  í apríl sl. var staðfest ákvörðun Stjórnar Orlofssjóðs að framlengja leigusamninginn um eitt ár til viðbótar.  Eitthvað hefur dregið úr eftirspurninni núna um hásumarið og gætu þeir sem alltaf hafa verið svo óheppnir að koma of seint, drifið sig í bæjarferðina sem lengi hefur staðið til.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei