Vinnustaðaeftirlit og vinnustaðaskírteini

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði en mikilvægt er að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum.
Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja atvinnurekendur til að bregðast skjótt við og stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi á Íslenskum vinnumarkaði.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um þetta efti á www.skirteini.is


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei